Fréttatíminn - 01.10.2010, Page 28
Þarna átti
að rífa allt
í burtu og
setja niður
stórbyggingu
sem hefði
hugsanlega
passað ein-
hvers staðar
í Hádegis-
móum.
mörður árnason á rölti um gömlu reykjavík
„Kannski eru arkitektarnir alsaklausir
af klessuhúsum og hrokabyggingum,
burtruðningi fornra húsaverðmæta,
fáránlegu Ameríkuskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins, smekkleysi, stílrugli,
lýtum í daglegu umhverfi okkar.“ Svo
sagði Mörður Árnason þingmaður
m.a. í bloggi nýverið en hann móðgaði
fulltrúa Arkitektafélags Íslands á fundi
umhverfisnefndar Alþingis er félagið
veitti nefndinni umsögn um frumvarp
til mannvirkja- og skipulagslaga. Á
fundinn mætti Sigríður Magnúsdóttir,
formaður Arkitektafélagsins, og kunni
lítt að meta orð þingmannsins sem
að haennar sögn taldi að allt sem illa
hefði farið í manngerðu umhverfi á
Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta.
Sigríður kvartaði við Ólínu Þorvarðar-
dóttur, formann umhverfisnefndar,
vegna orða Marðar en varð lítt ágengt.
Ólína gerði engar athugasemdir við
framgöngu Marðar og er kannski ekki
að undra ef litið er til álits hennar á
höfuðborginni. Í bloggi fyrir tveimur
árum skóf Ólína ekki utan af hlutunum,
sagði Reykjavík hreinlega ljóta borg.
Húsin í Skugga 101
– klunnaleg og kuldaleg
„Skúlagötuskipulagið frá níunda ára-
tugnum var auðvitað stórslys en mörg
af nýju húsunum þar sóma sér ágætlega
sem slík,“ segir Mörður. „Skugga-húsin
eru undantekning. Alltof stór, klunnaleg
og kuldaleg. Svo meiðir stærsti turninn
götumyndir langt í burtu, til dæmis af
Lækjartorgi. Gæti verið í Dúbæ, nema
furstarnir hafa aðeins skárri smekk en
lýsir sér hér. Þetta voru víst danskir
arkitektar, kannski af því þeir hafa ekk-
ert fengið að gera heima – Danmörk er
heimsfræg fyrir góða hönnun.“
Kjánalegur glerturn við Austurvöll
Umhverfi löggjafarsamkundunnar er
þingmanninum að vonum hugleikið og
því horfir hann til húsnæðis nefndasviðs
Alþingis, Vallarstrætis 8. Byggingin var
endursmíðuð og endurteiknuð fyrir
nokkrum árum. „Það hefur tekist illa til á
viðkvæmum stað,“ segir Mörður, „þessi
kjánalegi glerturn upp eftir húsinu er
grófur og ljótur í sjálfu sér og í algeru
ósamræmi við önnur hús við þetta gamla
hjarta í Reykjavík.“
Eins og krot í gagnfræðaskóla
Laugavegur 53b – Hereford-húsið – er
skammt frá heimili þingmannsins. Hann
fer ófögrum orðum um það sem þar
ber fyrir augu, kallar það þjösnaskap í
boði verktaka og arkitekts. „Húsið er að
framan eins og krot í gagnfræðaskóla
og síðan fyllir það þannig í alla lóðina
að gömlu húsin fyrir neðan hrökkva frá.
Ljótt hús, fullkomið tillitsleysi við hefðir
Laugavegarins og þarfir gömlu byggðar-
innar í bænum,“ segir Mörður.
Nauðgun á Laugaveginum miðjum
Þegar æði hins meinta góðæris stóð sem
hæst var ákveðið að reisa nýbyggingu
Listaháskólans við Laugaveg og á lóðinni
á bak við húsin númer 41 og 43. Kreppan
kæfði það slys, sem Mörður kallar svo. „Í
raun og veru áttu arkitektarnir að neita
að vera með í þessari samkeppni,“ segir
hann. „Byggingarmagnið var þvílíkt
að verkefni arkitektsins verður aldrei
annað en nauðgun á Laugaveginum
miðjum innan um gamla og víða glæsi-
lega byggð. Þarna átti að rífa allt í burtu
og setja niður stórbyggingu sem hefði
hugsanlega passað einhvers staðar í Há-
degismóum. Kreppan hefur stöðvað allar
framkvæmdir – það liggur við að maður
Merði Árnasyni tókst að móðga arkitekta með ummælum sínum. Á rölti með Fréttatím-
anum um gömlu Reykjavík bendir hann á umhverfisslysin – en um leið á snilli arkitekta þar
sem vel hefur tekist til. Hér er frátekin lóð fyrir Listaháskólann, nauðgun á Laugaveginum
miðjum, segir Mörður. LjÓSMyndiR/TeiTuR
Skugga-húsin eru að mati Marðar alltof stór, klunnaleg og
kuldaleg. Svo meiðir stærsti turninn götumyndir langt í
burtu. LjÓSMyndiR/FRéTTATÍMinn HARi
Vallarstæti 8. Kjánalegur glerturn, grófur og ljótur í
sjálfu sér og í ósmræmi við önnur hús við Austurvöll.
Laugavegur 53b, þjösnaskapur
í boði verktaka og arkitekts.
Skáli Alþingis, glæsileg smíð.
Siemsens-húsið við Grófina, prýði í götumyndinni.
Jafnvel furstarnir í
Dúbæ hafa betri smekk
þakki fyrir hrunið,“ bætir þingmaðurinn
við. „Allavega hefur Hjálmar núna tæki-
færi til að hugsa sinn gang,“ segir hann
í ákalli til rektors hins óbyggða skóla-
musteris.
Karlmannlegur klassisismi mót
kvenlegum léttleika
Glerturninn á Vallarstræti 8 er Merði
ekki að skapi en annað er uppi á ten-
ingnum þegar hann lítur sér enn nær á
vinnustaðnum. Skáli Alþingis er teikn-
aður á arkitektastofunni Batteríinu og
varð að veruleika eftir margar mis-
heppnaðar hugmyndir um viðbyggingu
við húsið. „Skálinn er glæsileg smíð
í sjálfu sér, ávalar línur, opið inn og út,
fallega klæddur utan og mjög þægilegur
sem vinnustaður,“ segir þingmaðurinn.
„Snilli arkitektanna kemur þó best fram í
því hvernig það fellur að Alþingishúsinu
– er bæði líkt því og ólíkt og dregur fram
sterkan formfastan svip gamla hússins:
Kastali annars vegar, inngangur hins
vegar, karlmannlegur klassisismi frá 19.
öldinni en hins vegar kvenlegur léttleiki
á 21. öld.“
Prýði í götumyndinni
Fleira er vel lukkað, að mati Marðar, og
þar horfir hann til Siemsens-hússins við
Grófina. „Arkitektar teikna ekki bara ný
hús heldur eiga þeir líka að sinna bygg-
ingararfleifðinni. Það gerði Hjörleifur
Stefánsson með glæsibrag þegar þetta
gamla hús var flutt af Lækjartorgi. Það
hefur verið veglega endurbyggt og er
nú reisulegra en áður á steingrunn-
inum, en mest munar þó um smekklega
hönnun í nágrenni hússins, torgið með
veitingaborðunum, brúna í framhaldi af
rafmagnshofi Guðjóns Samúelssonar frá
1920 og litlu tjörnina sem nú er að hyljast
í botninn með smámynt frá túristunum.
Prýði í götumyndinni,“ segir Mörður og
vill bæta um betur með því að losna við
bílastæðin Tryggvagötumegin.
Þjösnaskapur og tillitsleysi annars vegar en prýði í götumynd hins vegar.
Mörður Árnason alþingismaður móðgaði forráðamenn arkitekta með
ummælum sínum á nefndarfundi en segir, á rölti með Fréttatímanum
um gömlu Reykjavík, að sem betur fer geri flestir arkitektar vel fái þeir
tækifæri til. „Ég kýs að líta á umhverfið í kringum mig, nærri heimili og
vinnustað, eins og flestir. Íslenskir arkitektar hafa yfirleitt góða og fjöl-
breytta menntun og eru margir snjallir og frjóir,“ segir hann og bendir á
dæmi um það sem vel hefur tekist til – en um leið á hið gagnstæða.
Klessuhús og
hrokabyggingar
28 arkitektur Helgin 1.-3. október 2010
Jónas
Haraldsson
jonas@frettatiminn.is