Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 38

Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 38
Rafbílar og önnur um-hverfisvæn farartæki eru í brennidepli bílasýningarinnar í París en sportbílar og önnur tryllitæki eru samt á sínum stað, nýr CLC frá Mercedes Benz, Porsche 911 Carrera GTS Coupe og Ferrari 599 SA Aperta. Þá frumsýnir Range Rover nýjan jeppa, Evoque, minni og eyðslugrennri en áður hefur sést, litlu lengri en VW Golf. Rafbílabylting Þróun rafbílanna vekur ekki síst eftirvæntingu. Peugeot iOn er frumsýndur en hann er fyrsta afkvæmi samstarfs- verkefnis Peugeot, Citroën og Mitsubishi. Kóreski bíla- framleiðandinn Kia lætur sitt ekki eftir liggja og trúir á rafmagnaða bílaframtíð. Kia sýnir í fyrsta sinn rafbílinn Pop á Parísarsýningunni. Þessi nýi rafbíll Kia er enn á vinnslustigi. Útlitið er frumlegt en reikna má með því að dregið verði úr stælunum þegar kemur að fjöldaframleiðslu. Pop er borgarbíll, aðeins þrír metrar að lengd eða svipaður að stærð og Toyota IQ. Ekki liggur fyrir hvernig rafbúnaður verður í Pop en Kia sýndi Venga í rafmagns- útfærslu á Genfarsýningunni síðastliðið vor. Mótorinn í þeim bíl er 80 kW og drægið er 180 kílómetrar. Blendingar Á Parísarsýningunni nú frum- sýnir Honda nýjan Jazz tvinnbíl sem byggir bæði á rafmótor og hefðbundnum eldsneytisgjafa. Á vef Honda hérlendis segir m.a.: „Honda Jazz er fyrsti smábíllinn sem er bæði til með hefðbundinn eldsneytisgjafa og Hybrid tækni. Hann er útbúinn sömu IMA hybrid tækni og er í Insight og umhverfisvæna sportbílnum CR-Z og er þessi há- þróaða tækni byggð á reynslu og áreiðanleika.“ Þar segir enn fremur: „Nýi Jazz Hybrid verður útbúinn 1,3 lítra i-VTEC bensínvél eins og Insight Hybrid, með CVT sjálf- skiptingu og IMA-rafmótorinn staðsettan mitt á milli. Líkt og með Insight Hybrid og Civic Hybrid verður hægt að keyra Jazz hybrid á rafmagnsmótor eingöngu við miðlungs og hægan akstur.“ Lexus lætur sitt ekki eftir liggja og horfir til framtíðar. Í tilkynningu Lexus segir m.a.: „Bifreiðasýningin í París 2010 markar kynningu á útgáfum tilbúnum til framleiðslu á CT 200h, fyrsta alblendings lúxussmábíl sögunnar. Til viðbótar sýnir Lexus alla sína línu af alblendingum í París: RX 450h, GS 450h og LS 600h L.“ Dísiliknúnir Lexus-bílar verða enn fremur kynntir á Parísarsýningunni. Nýr IS200 Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Rafmögnuð bílaframtíð Gísli Gíslason er bjartsýnn á framtíð rafbílsins hérlendis: Ætlum að flytja inn mökk af rafbílum bílar bílasýningin í PaRís að hefjast Á bílasýningunni í París sem opnuð var blaðamönnum í gær og stendur opin almenningi 2.-17. október er áhersla ekki síst lögð á rafbíla og umhverfisvæn ökutæki. Á sýningunni kynna allir helstu bílaframleiðendur sitt nýjasta. Horft er til rafbílsins sem framtíðarökutækis auk vistvænni og eyðslugrennri bensín- og dísilbíla. 2011 Ferrari 599 SA Tryllitækin eru á sínum stað á Parísarsýn- ingunni þrátt fyrir áhersluna á raf- og um- hverfisvæna bíla. Ferrari, Mercedes Benz, Range Rover og Porsche láta sitt ekki eftir liggja. þreytir þar frumraun sína og keppir væntanlega við fyrr- greindan alblending, CT 200h. Hefðbundnir en sparneytnir Rafbílarnir og blendingarnir eru vissulega spennandi en enn um sinn munu menn aka á bílum knúnum hefðbundnum bensín- og dísilvélum. Nýjar gerðir slíkra véla eru til muna sparneytnari en áður var og menga minna. Áherslan á minni og léttari bíla er áberandi. Meðal spennandi nýjunga á Parísar- sýningunni, fyrir hinn almenna bílnotanda að minnsta kosti, er Hyundai, ix20, systurbíll áðurnefnds Kia Venga. Ford kynnir nýjan Focus í París en bíllinn er væntan- legur á Evrópumarkað eftir áramót. Á bílasýn- ingunni í París verða þrjár útgáfur til sýnis, fernra og fimm dyra auk skutbíls. Þá sýnir Ford sérútgáfu af Focus ST, bíl með sportlega aksturseiginleika sem kemur á markað árið 2012. Sá bíll flokkast því með tryllitækjunum fremur en umhverfisvænu og sparneytnu raf- og blendings- bílunum. nýjungar á Parísarsýningunni Gísli Gíslason lögfræðingur efast ekki um framtíð rafbílsins hér á landi og á sér það markmið, með öðrum í Northern Lights Energy (NLE), að rafbílavæða Ísland. Hann sér fyrir sér að Íslendingar verði fyrstir þjóða til þess að skipta bílum knúnum jarðelds- neyti út fyrir rafbíla. „Við ætlum að flytja inn mökk af rafbílum,“ sagði Gísli við Fréttatímann en NLE hefur pantað fjölda slíkra bíla sem koma á markað árið 2012. Gísli fékk raunar fyrsta Tesla Roadster rafsportbílinn sem afhentur var í Evrópu, hvítan glæsivagn sem jafnvel skýtur bensínknúnum vöðvabílum aftur fyrir sig. Tesla Roadster skipar sér í raðir snörpustu sportbíla með upptaks- hraða 0-100 km á klukkustund undir 4 sekúndum. Hámarkshraðinn er 201 km á klukkustund. Með sparakstri hefur tekist að koma bílnum yfir 500 km á rafhleðslunni. Útlit Tesla Roadster byggir á Lotus Elise og hann er vissulega dýr, kostar 109 þúsund dollara eða 12,5 milljónir íslenskra króna, utan flutningskostn- aðar. Skrokkurinn er smíðaður í verk- smiðju Lotus í Bretlandi en mótorinn, rafhlaðan og allt annað er sett í hann í verksmiðju Tesla í Kaliforníu. Gísli lætur sér ekki duga rafsportbílinn því hann hjólar á Segway hjóli, auk þess sem finna má rafknúið torfæru- mótorhjól í safninu. -jh Peugeot iOn Rafbíllinn nýi frá Peugeot er fyrsta afkvæmi samstarfs- verkefnis Peugeot, Citroën og Mitsubishi. Gísli Gíslason (t. h.), og Tesla Roadster rafsportbíllinn, sá fyrsti sem afhentur var í Evrópu. Með Gísla er Sturla Sighvatsson, sem er meðal stofnenda NLE. LjóSMyNd/HaRi 2011 Porsche 911 Carrera GTS Coupe2012 Range Rover Evoque 2012 Mercedes Benz CLS 2011 Saab 9-3 ePower 2012 Ford C-Max Kia Pop Electric tilraunaeintak 2011 Chevrolet Cruze Hatchback 2011 Hyundai ix20 38 bílar Helgin 1.-3. október 2010 Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.