Fréttatíminn - 01.10.2010, Page 50

Fréttatíminn - 01.10.2010, Page 50
Bækur sem Börnin elska. Bættu þeim í safnið. www.forlagid.is fjórir nýir herramenn mættir á svæðið! hvolfi, klaufi, þögull og klár! 50 viðhorf Helgin 1.-3. október 2010 Konum dettur í hug að endurnýja rúm fremur en körlum. Það er kostur, ella svæfu þeir fram eftir öllum aldri í rúmunum sem þeir fengu í fermingargjöf. Vegna þessarar fyrirhyggju höfum við hjónin átt nokkur hjónarúm. Þegar börnum fjölgar þarf að huga vel að þessu því þau hafa tilhneigingu til að skríða upp í hjá foreldrum sínum. Á meðan við vorum yngri taldi ég að við þyrftum ekki annað húsgagn en téð rúm. Þangað mættu hvort eð var allir, sem endaði með því að foreldrarnir sváfu upp á rönd og vöknuðu með líflausa útlimi sem eigi mátti hræra uns blóð náði að renna fram í fingur eða tær á nýjan leik. Úr heimsóknunum dró þegar börnin stálpuðust og þær hættu að vonum löngu áður en þau fluttu að heiman. Við hjónakornin eignuðumst því rúmið að nýju og gátum legið á þeirri hlið sem hentaði og hreyft útlimi að vild svo þeir lömuðust ekki. Ég sá ekkert athugavert við ágætt rúm okkar og ekki hvarflaði að mér að þörf væri á endurnýjun þegar konan hafði orð á því. Sjálfsagt hef ég þumbast við, vitandi þó að ég hefði ekkert með þessa ákvörðun að gera. „Rúmið okkar lagar sig ekki nógu vel að líkamanum,“ sagði konan og benti á þau augljósu sannindi að mannskepnan eyddi um þriðjungi ævi sinnar í rúminu. Við fórum því og skoðuðum í rúmabúðum, lögðum okkur í sýningarrúm verslananna sem auðvitað er nauðsynlegt þótt ankannalegt sé að liggja og bylta sér í rúmi innan um viðskiptavini sem eru að skoða koddaver og lök. Við enduðum með eitt rafvætt, með tólf stigum nudds auk þess sem lyfta má höfðagafli í hæstu hæðir og sama gildir um þann hluta sem til fóta er. Dýnan er víst sérhönnuð til þess að laga sig að skrokknum. Þegar ég nefndi að þetta væri nánast eins og sjúkrarúm, nema hvað það vantaði verndargrindur til hliðanna, sussaði konan á mig og ítrekaði nauðsyn þess að vel færi um okkur næturlangt. Mér fannst rúmið í dýrari kantinum og svolítið 2007, ef svo má segja, með öllum rafgræjunum. Á þeirri athugasemd var heldur ekki tekið mark. „Gott rúm er ekki lúxus heldur nauðsyn,“ sagði konan. Rúmið hefur staðið undir væntingum, skrokkurinn hvílist vel og útlimir eru ódofnir að morgni. Rafbúnað rúmsins læt ég þó að mestu ósnertan. Fyrir mér eru stillingar rúmsins líkt og rafspeglar á bíl. Menn borga umtalsvert í upphafi fyrir þær græjur, stilla þær og hreyfa lítt eða ekki síðan. Rafstillingar rúmsins eiga sér hins vegar aðdáendur sem við áttuðum okkur ekki á þegar efnt var til kaupanna; aðdáendur sem sjá til þess að litlar líkur eru til þess að búnaðurinn gefi sig af notkunarleysi. Þótt börnin okkar séu löngu flogin úr hreiðrinu og þar með hjónarúmi hússins er ekki öll sagan sögð. Barnabörnin okkar hafa yndi af því að heimsækja ömmu og afa, sem betur fer, og vilja stundum gista. Að hætti barna skríða þau upp í með kaldar tær, ekkert síður en foreldrar þeirra gerðu á sínum tíma. Nýja rúmið er því orðið sami samkomustaðurinn og þau gömlu voru, að minnsta kosti suma helgarmorgna þegar ekki þarf að mæta í leikskólann eða ef foreldrarnir bregða sér af bæ og amma og afi taka að sér gæslu á meðan. Afinn var hins vegar tekinn í bólinu, í bókstaflegri merkingu, þegar í fyrstu næturvist barnabarns eftir rúmkaupin, fjögurra ára stúlku. Sá gamli gerði sér enga grein fyrir fjarstýringarkunnáttu barna á þessum aldri en slík tól leika í höndum þeirra enda hafa foreldrarnir kennt þeim að ná í barnaefni, hvort heldur er í sjónvarpi eða af diski. Með því má kaupa sér frið um stund. Stúlkan er árrisul og gerir öngvan mun á virkum dögum og helgum. Amma og afi voru því í fastasvefni þegar hún læddist á köldum tánum inn, svona rétt til þess að fá yl í þær. Áður fannst henni samt eðlilegt að grípa í fyrstu fjarstýringuna sem hún sá, þ.e. afamegin. Leiðarvísir var óþarfur, hún ýtti samtímis á marga takka í senn sem varð til þess að steinsofandi afinn lyftist jafnt til höfuðs og fóta og endaði hreinlega í vaffi, kl. 6.39 að morgni þessa laugardags. Það sem bjargaði afanum var að hann lá á bakinu. Hefði hann snúið öðruvísi í nýja rúminu, t.d. legið á maganum, má gera ráð fyrir að hann hefði ekki endað í V-i heldur M-i – sem er mun óþægilegri stelling fyrir menn á virðulegum aldri. Barnið skríkti af einskærri gleði og gleymdi tákuldanum. Amma vaknaði við hávaðann og hreinlega missti sig þar sem hún sá bónda sinn nánast ósjálfbjarga í vaffi nýja rafrúmsins; hné námu við höfuð eins og á afreksmanni í fimleikum. „Ég setti afa í kleinu,“ hrópaði barnið, „sjáð‘ann amma.“ Saman horfðu þær á, nutu augnabliksins hvor með sínum hætti. Gleði annarrar var barnsleg. Erfiðara er að leggja mat á hlátur hinnar, rétt nývaknaðrar. Vaknað í vaffi Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is B ankahrunið, efnahagskrepp-an og ónýting krónunnar eru einhverjar mestu hamfarir af mannavöldum sem dunið hafa yfir íslenska þjóð. Fjölmargar stofnanir og einstaklingar hafa unnið að því að gera upp orsakir hrunsins en Alþingi Íslendinga hefur með sögulegum hætti dæmt sjálft sig úr leik. Rann- sóknarnefnd Alþingis vann mikið og gott starf þótt ekki séu allar niður- stöður nefndarinnar óumdeildar. Við niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis tók sérstök nefnd Alþingis sem vinna skyldi upp úr niðurstöð- um rannsóknarnefndarinnar; gera tillögur um úrbætur í stjórnsýslunni og störfum þingsins sem og að gera tillögur fyrir þingið um hvort og þá hverja ráðherra skyldi ákæra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð og draga fyrir landsdóm. Nefnd þessi var undir forsæti Atla Gíslasonar. Bæði honum og öðrum nefnd- armönnum hefur örugglega verið það ljóst frá öndverðu að sama hvaða tillögur kæmu frá nefndinni um saksókn myndu ein- hverjir myndu túlka niðurstöðurnar sem pólitískar refsiað- gerðir; ekki væri um lögfræði að ræða heldur pólitík. Annað hvort hefur Atli Gíslason verið rekinn áfram af pólitískum hefnd- arþorsta og viljað tryggja að pólitískir andstæðingar sínir yrðu dregnir fyrir landsdóm eða að hann hefur haft oftrú á eigin getu og reynslu sem skipaður sak- sóknari í nokkrum málum og að hann gæti þar með sannfært þing- heim um lögfræðilegan þátt málsins. Það er með öllu óskiljanlegt að þingmannanefndin skuli ekki hafa borið sig að með öðrum hætti. Þannig hefði nefndin t.a.m. getað tilnefnt reyndan og hlutlausan sak- sóknara og fengið hann til þess að gera tillögur fyrir nefndina um hvort og þá hverja ætti að ákæra og draga fyrir landsdóm. Nefndin hefði mun líklegar náð samstöðu um slíka til- lögu og meiri líkur hefðu verið til þess að á Alþingi hefði verið meiri samhljómur. Þess í stað klúðraði Atli málinu gersamlega. Tillögur þingmanna- nefndarinnar og atkvæðagreiðslan um þær, þar sem Samfylkingin pass- aði upp á að ráðherrar hennar væru stikkfrí, hefur leitt til þess að Alþingi er gersamlega óstarf- hæft og almenningur í landinu í eitt skipti fyrir öll búinn að missa trúna á þingmönnum. Í sög- unni mun þetta lands- dómsmál verða kallað Atlaklúðrið. Atlaklúðrið Sveinn Andri Sveinsson Lögmaður Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.