Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 58

Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 58
Eat Pray Love Nýjasta mynd hinnar sívinsælu leik- konu Juliu Roberts er gerð eftir hinni geysivinsælu bók Elizabeth Gilbert, Eat Pray Love, og hefur myndarinnar verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Julia leikur hér Liz Gilbert sem áttar sig á því um þrítugt að hún er ekki hamingjusöm þótt hana skorti ekkert og hún eigi traustan mann, sé í góðri vinnu og eigi fallegt heimili. Hún skilur því við kallinn og heldur út í heim í leit að sjálfri sér, hamingjunni og hinni sönnu ást. Hinn magnaði leikari Javier Bardem leikur á móti Juliu í myndinni en frægðarsól hans hefur verið á stöðugri uppleið eftir að hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir No Country for Old Men. Dómar í öðrum miðlum: Imdb: 4,7/10, Rotten Tomatoes: 37%, Metacritic: 50 „Við bíðum spennt eftir því að sjá hvernig viðtökurnar verða og þá ekki síst hjá sjómannastétt- inni þar sem þetta er líklega ein fyrsta íslenska myndin sem gerist nær eingöngu í þeirra starfsum- hverfi,“ segir Árni Ólafur Ásgeirs- son, leikstjóri kvikmyndarinnar Brims sem Vesturports-hópurinn frumsýnir á laugardaginn. Myndin byggist á samnefndu verðlaunaleikriti Jóns Atla Jónas- sonar sem Vesturport setti á fjal- irnar. „Þetta er mjög skemmtilegt leikrit um lífið um borð í litlum fiskibát. Vesturport sýndi Brim á sínum tíma með pomp og prakt og við ákváðum svo í sameiningu, hópurinn og ég, að gera þetta að kvikmynd,“ segir Árni og leggur áherslu á að hér sé síður en svo um beina yfirfærslu sviðsverksins á filmu að ræða þótt sömu leikar- arnir endurtaki rullurnar sem þeir fóru með í leikhúsinu. „Það er alltaf snúið að taka eitt- hvað sem hefur verið á bók eða sviði og laga það að kvikmynd- inni vegna þess að þetta eru svo ólíkir miðlar. Þannig að þetta er ekkert copy/paste af leikritinu. Hér er margt öðruvísi en ég vona að okkur hafi tekist að vera trú stemningunni og söguheimi verksins. Við unnum handritið saman og það varð til í mjög lif- andi samræðu milli okkar allra.“ Brim segir frá áhöfn línubáts sem hefur siglt vikulanga túra lengur en nokkur í áhöfninni kær- ir sig um að muna. Lífið um borð er allt í föstum skorðum vanans en það hriktir í stoðum sveitts karla- samfélagsins þegar einn tryggasti hásetinn sviptir sig lífi úti á miðju hafi. Ung kona er ráðin til þess að fylla í skarðið í næsta túr og í kjölfarið magnast ágreiningur og spenna innan hópsins. „Hún brýtur upp ákveðið munstur sem er löngu rótgróið. Allir eiga sín föstu sæti og svona en þegar nýliðinn bætist í hópinn fer allt úr skorðum og kallarnir eru ekkert of hrifnir af því að það sé verið að rugla í þessu.“ Árni segir tökurnar hafa verið skemmtilegt ævintýri enda hafi hópurinn varla vitað hvert hann stefndi þegar þau stigu um borð og sigldu út í óvissuna. „Við vorum þarna á einhverjum dalli úti í ballarhafi, krossuðum okkur bara og vonuðum það besta. Þetta var óvenjumikið ævintýri á meðan við vorum á þessum bát vikum saman í baráttu við veður og vinda og þessu fylgdi sjóveiki og eitt og annað.“ Árni hefur áður gert kvikmynd- ina Blóðbönd en hefur ekki unnið með Vesturporti fyrr en nú. „Við höfum þekkst lengi og mig hefur alltaf langað til að vinna með þeim þannig að þetta var kjörið tæki- færi til þess að láta þann draum rætast.“ Hafið virðist vera íslensku kvik- myndagerðarfólki ofarlega í huga um þessar mundir en eins og flestir vita er Baltasar Kormákur að gera myndina Djúpið sem byggist á örlögum áhafnarinnar á Hellisey sem sökk árið 1984. Árni segist telja það mjög eðlilegt að íslenskt kvikmyndagerðarfólk beini sjónum að hafinu og í raun sé löngu tímabært að það sæki stífar á sjóinn. „Hafið er svo stórt sögusvið og er svo ríkur þáttur í sögu okkar og menningu.“ Með helstu hlutverk í Brimi fara þau Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Sjórinn er stórt sögusvið AðrAr frumsýningAr:  gamall draumur Árna Ólafs Ásgeirssonar leikstjóra rættist þegar hann fékk tækifæri til að vinna með Vesturports-hópnum að kvikmynd byggðri á Brimi, verðlaunaleikriti Jóns Atla Jónassonar. Þórarinn Þórarinnsson thorarinn@frettatiminn.is Bíó Hafið bláa hafið Árni Ólafur með Brim í fanginu og fær í flestan sjó ásamt leikurunum Ingvari E., Ólafi Agli og Nönnu Ktistínu sem er komin á steypirinn og er sett á sjálfan frumsýningardaginn. Ljósmynd Hari Vesturport sigldu út í óvissunA og gerðu bíómynd byggðA á leikritinu brimi Dinner For Schmucks Brandarakallinn Steve Carell fær að njóta sín í hlutverki algers bjána í þessari gamanmynd um skrifstofu- blók á hraðri uppleið sem ætlar að tryggja sér frekari frama með því að mæta með algert fífl í kvöldverð hjá forstjóranum. Kvöldverður þessi er mánaðarleg uppákoma hjá forstjór- anum sem blæs þá til „kvöldverðar með fábjánum“. Sá starfsmanna hans sem mætir með mesta aulann kemst svo sjálfkrafa í náðina hjá forstjór- anum. Paul Rudd leikur framagosann en ekki blæs byrlega fyrir honum fyrr en hann rekst á persónu Carells, sem er vonlaus starfsmaður hjá skatt- inum, og dregur hann í gleðskapinn. Dómar í öðrum miðlum: Imdb: 6,3/10, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 56 matar okkur á upplýsingum Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi og er allt í senn: stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi. „Við höfum notað Ópusallt í næstum áratug og það hefur stækkað með okkur.“ Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri Kjarnafæðis Viðskiptalausn frá HugAx Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 42 0 HELGARBLAÐ Sími 531 3300 58 bíó Helgin 1.-3. október 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.