Fréttatíminn - 01.10.2010, Síða 64

Fréttatíminn - 01.10.2010, Síða 64
64 dægurmál dægurmál 65 Helgin 1.-3. október 2010 Helgin 1.-3. október 2010 útivera Komdu við hjá oKKur og Kynntu þér úrvalið. traust og örugg þjónusta. SportSman® xp 850 EFI/550 EFI AFL og krAFtur Kletthálsi 15 110 Reykjavík Sími 577 1717 Í dag, föstudaginn 1. október, verður haldin í Smáralind sýning sem markar upphafið að afrískri menningarhátíð. Cheíck Bangura frá Gíneu stendur á bak við þessa hátíð. „Við byrjuðum að hittast nokkrir félagar frá Gíneu heima hjá vini okkar, Alseny Sýlla, og út frá því fengum við þessa frábæru hugmynd, að það væri nú gaman að sýna Íslend- ingum okkar menningu,“ sagði Cheíck Bangura þegar Fréttatíminn náði tali af honum. „Í fyrra héldum við í fyrsta sinn hátíð með mat og tónlist og áhuginn var svo mikill að við ákváðum að gera þetta aftur að ári liðnu og auk þess að vera með sýningu á afrískum fatnaði, skóm og hárgreiðslu.“ Sýningin stendur yfir milli klukkan 16 og 17 á föstudeginum og munu afrískar konur á svæðinu sjá um að greiða íslenskum kynsystrum sínum. Að sýningu lokinni tekur svo við afrísk veisla á Players í Kópavogi. Húsið verður opnað klukkan 20 og hefst veislan á því að borinn verður fram matur frá sjö mismunandi löndum í Afríku. Klukkan 22.00 brestur svo á tón- listarveisla eins og þær gerast bestar. Fram koma Tropicalia-sveit Kristínar Bergsdóttur, Samúel Jón Samúelsson BIG BAND, Afró-Kúba, Hjálmar, Brynja Pétursdóttir og Afrika-Lole. Skífu- þeytari mun svo sjá um að spila afríska tónlist fram eftir nóttu. Miðaverð er 3.000 krónur með afrískri matarveislu en 2.000 krónur á tónleika og ball. Þegar Cheíck er spurður að því, í ljósi umræðna um kynþáttahatur á Íslandi, hvernig honum líki að búa hér, kveðst hann mjög ánægður. „Ég er ánægður á Íslandi og líður ágætlega vel, er bara alltaf að vinna, dansa og tromma, nóg að gera. Öllum vinum mínum frá líður einnig vel hérna,“ segir hann hress í bragði. Afríka í Kópavogi Þ ess er gjarnan beðið með mikilli eftirvæntingu hvaða listamenn fylla flytjendahóp Frostrósa hvers árs og í vikunni var úrvalið til- kynnt. Söngkonur Frostrósa á jólatón- leikunum í Reykjavík og á Akureyri í desember verða Eiv ør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk. Í karlaliði Frostrósa eru þeir Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. “Það er alltaf mikill heiður fyrir mig að taka þátt í þessu vekefni og gaman að vera þátttakandi í þessum metnaðar- fullu tónleikum,” segir Margrét Eir sem hefur verið með íslensku Frostrósunum frá upphafi. Hátíðartónleikar Frostrósa fæddust sem lítil hugdetta við eldhúsborðið í Furugrundinni, á heimili Samúels Kristjánsonar, en eru níu árum seinna orðnir fastur liður í aðventu jóla hjá tugþúsundum Íslendinga. Það hefur alltaf hefur verið mikið lagt í hátíðlega umgjörð tónleikanna og á þeim stærstu í Laugardalshöll standa um 200 manns, einsöngvarar, kórar og tónlistarfólk í einu á sviðinu. Á síðasta ári komu 22.000 manns á hátíðartónleika Frostrósa í Reykjavík, Akureyri og á landsbyggðinni. Á tónleikum Frostrósa í Laugar- dalshöll þann 11. desember syngja karlakór Fóstbræðra og Íslenski gospelkórinn með einsöngvurunum og einnig Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Tónleikarnir í Laugar- dalshöll verða þeir stærstu en á þeim verða yfir 200 manns á risasviði í hátíðlegri umgjörð sem á vart sinn líka í íslensku tónleikahaldi. Tónleikaröð Frostrósa lýkur síðan þann 17. desember í Hofi, nýja menn- ingarhúsinu á Akureyri. “Ég hlakka mikið til að syngja í Hofi á Akureyri”, segir Margrét Eir. “Þetta er glæsilegt hús og hljómburðurinn mun gefa tónleikunum aukinn kraft og áhorfendum enn betri upplifun.” Tónleikastöðum hefur verið fjölgað um þrjá frá því í fyrra. Auk tónleika í Reykjavík og á Akureyri verða Frostrósartónleikar haldnir á Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum, Eskifirði, Sel- fossi og Akranesi, í Vestmannaeyjum, Framlínusveit Frostrósa þetta árið. Tónleikarnir í Laugardalshöll í fyrra voru teknir upp í háskerpu og verða gefnir út í hljóði og mynd nú fyrir jólin. Eivør og Stebbi Hilmars með í Frostrósum Jólatónleikar Frostrósa eru fyrir löngu orðnir fastur liður í des- ember. Sem fyrr eru glæsilegar söngkonur í forgrunni en karlpen- ingurinn sem gengur til liðs við Frostrósirnar þetta árið er ekki heldur af verri endanum þar sem hinir ómþýðu Garðar Thór Cortes, Friðrik Ómar, Stefán Hilmarsson og Jóhann Friðgeir munu stíga á stokk með söngdívunum. Frostrósir: LítiL hugmynd sem varð tiL Fyrir níu árum er orðin Fastur Liður á aðventunni. Reykjanesbæ, Ólafsvík og Skagafirði. “Eitt af því sem hefur verið svo sér- stakt við Frostrósirnir eru einmitt allir þessir tónleikar sem haldnir eru vítt og breitt á landsbyggðinni”, segir Karl O. Olgeirsson sem hefur verið tónlistar- stjóri Frostrósa frá upphafi. Tónleikaröðin stendur frá 1. til l7. desember og sala aðgöngumiða hefst 20. október. Cheíck Bangura Unir hag sínum vel á Íslandi þar sem hann syngur, trommar og dansar og hefur alltaf nóg að gera.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.