Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 68
68 dægurmál dægurmál 69 Helgin 1.-3. október 2010 Helgin 1.-3. október 2010 É g er mjög spennt fyrir keppninni og ekkert stress komið í mig ennþá,” segir Fanney Ingvarsdóttir, fegurðar- drottning Íslands. Hún telur þó að stressið komi líklega þegar nær dregur keppni. “Ég kvíði mest fyrir þeim langa tíma sem það tekur að ferðast til Kína,” segir þessi fallega stelpa og brosir, en ferðalagið hófst í gær, 30. september. Fanney var beðin um að taka þátt í keppninni Ungfrú Reykjavík í fyrravetur. Henni fannst það vera áskorun og ákvað að slá til. Eftir þá keppni var hún efins um hvort hún ætti að halda áfram en lét slag standa og varð Ungfrú Ísland. Gerir þetta fyrir sjálfa sig Fanney hefur stundað líkamsrækt í World Class síðustu misseri til að halda sér í formi, samhliða góðu mataræði. “Ég geri þetta fyrir sjálfa mig og læt engan þrýsta á mig eða segja mér hvernig ég eigi að gera hlutina,” segir Fanney ákveðin. Fanney er með flottan, töffaralegan fatastíl og segist hafa nokkuð gott vit á tísku. “Ég þarf eiginlega að leggja öll mín föt til hliðar fyrir keppnina því mikil áhersla er lögð á að þær sem þátt taka í keppninni séu kvenlegar, penar og mjög vel til hafðar og stíllinn er því svolítið frábrugðinn mínum stíl,” segir Fanney brosandi og bætir við: „Verslanirnar Gyllti kötturinn og Vero Moda hafa verið duglegar að styrkja mig með litlum sumarlegum kjóum, og svo hafa Silja Allansdóttir, famkvæmdastýra fegurðarsamkeppni Vesturlands, og fegurðardrottningin Magdalena Dubik meðal annars lánað mér kjóla sem munu koma að mjög góðum notum þarna úti,” segir þessi brosmilda fegurðardrottning. Síðast var það árið 2005 sem Ísland hreppti titilinn Miss World, þegar Unnur Birna Villhjálmsdóttir hreppti titilinn. Er ekki aftur kominn tími á Ísland? Fanney fegurðardís á ferð og flugi Fanney Ingvarsdóttir, 19 ára fegurðardís úr Garðabæ, var krýnd Ungfrú Ísland í vor. Leið hennar liggur nú í keppni um fegurstu konu heims, Miss World, sem haldin verður í sextugasta sinn í borginni Sanya á Hainan-eyju í Suður-Kína. Undirbúningurinn fyrir keppnina mun standa yfir í heilan mánuð. K ristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir, sem sjá um barnaútvarpsþáttinn Leynifélagið á rás eitt birtast árrisulum í Morgun-stund barnanna í Sjónvarpinu í fyrramálið. „Þetta eru leikin atriði milli teiknimynda og við erum tvær konur sem taka til í geymslu,“ segja þær hlæjandi. „Við kunnum ekkert að taka til en lendum í ýmsum ævintýrum.“ Þær sjá fram á skemmtilegan vetur þar sem Morgunstund barnanna verður á laugar- dagsmorgunum og Leynifélagið áí útvarpinu alla virka daga nema fimmtudaga. „Það er gaman hjá okkur í vinnunni,“ segja þær stöllur og lofa skemmtilegum laugardagsmorgnum fyrir fjölskyldufólk í vetur. Sjónvarp BeSt að gera Barnaefni DíSa ljóSálfur á Svið í auSturBæ Gramsað í geymslu Þ etta er kannski ekki í fyrsta sinn sem ég tek sporið, en þetta er nýtt fyrir mér og ég er að komast í svaka- legt form með þessum dönsum,” segir Steinn Ármann Magnússon leikari þegar hann er búinn að ná andanum eftir síðasta snúninginn í einni æfingalotunni með mótleik- konu sinni, Álfrúnu Örnólfsdóttur. Þau stallsystkin eru að æfa dansa undir styrkri stjórn Helenu Jóns- dóttur fyrir söngleikinn um Dísu ljósálf sem verður frumsýndur í Austurbæ 23. október. Á leðurbuxum í fjölskyldusöngleik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.