Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 70
70 aftasta Helgin 1.-3. október 2010 Þ að hefur lengi vantað bók með ráðleggingum fyrir konur og því ákvað ég að skrifa þessa,“ segir rithöfundurinn Tobba Marinós um nýja bók sína, Dömusiði, sem kemur út fyrir jólin. Bókin er troðfull af nytsamlegum ráðleggingum eins og titillinn gefur til kynna. „Þetta er allt frá því hvernig þú nærð fitublettum úr kjól til þess hvernig þú átt að haga þér á Facebook. Þetta er jungle out there,“ segir Tobba. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hefur skrifað hverja mannasiðabókina af annarri fyrir karlmenn og Tobba segir að hún rói á sömu mið. „Það er fyndið að þú skulir minn- ast á Egil. Hann á auðvitað ekki séns í mig. Ég er á hærri hælum og með stærri brjóst.Ég hef líka gefið út metsölubók (innskot blm. Makalaus sem kom út í sumar) en guð má vita hvað hann hefur selt mikið af sínum. Bókin mín verður komin út um miðjan nóvember, pottþétt langt á undan hans, enda situr hann bara heima í móki af próteinprumpinu sínu. Ég myndi halda fyrir nefið í þínum sporum ef þú hringir í hann,“ segir Tobba og hlær. Og þótt Tobba beri ekki virð- ingu fyrir Gillz segir hún að hann beri ómælda virðingu fyrir henni. „Hann gaf mér mesta hrós sem hann hefur gefið konu þegar hann gekk upp að mér um daginn og sagði: Tobba! Þú ert Gillz með brjóst. Ég og þú erum alveg eins,“ segir Tobba. Á hærri hælum og með stærri brjóst GJAFIR: Hvort sem karlmenn eru farnir að íhuga jólagjafir, afmæli er á döfinni eða þeir vilja hreinlega gleðja elskuna sína bendi ég þeim á bestu vinkonuna – hún er vannýtt auðlind. Það á alltaf að hafa samband við bestu vin- konu ef maður er í vafa. Hún veit nákvæmlega hvað konuna þína langar í eða vantar. Þannig fékk ég uppáhalds ilmvatnið mitt um daginn en ekki eitthvert hland í fallegri flösku. Það er ástæða fyrir því að besta vinkonan kallast besta vinkonan! Tobba Marinós í mannasiðasamkeppni við Gillz fyrir jólin Tobba gefur ráð Lj ó sm yn d / H a r i ekki hefur mikið heyrst af listrænum stjórnendum Chess en þó hefur kvisast að samverkakonur Páls Baldvins Baldvins- sonar í væntanlegri sviðsetningu hans á söngleik þeirra Gunnars Þórðarsonar, Dísu ljósálfi, þær Helena Jónsdóttir og María Ólafsdóttir, hafi verið munstraðar á skútuna, Helena í hreyfingar og dansa en María í búninga. ein af þeim ævisögum sem munu væntanlega vekja mikla athygli í jólabóka- flóðinu er ævisaga stórsöngvar- ans Kristjáns Jóhannssonar sem Þórunn Sigurðardóttir ritar. Í bókinni gerir Kristján upp árin í hinum harða heimi óperunnar og dregur ekkert undan. Útrásarvíkingum þakkað Pistlahöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir fagnaði því á fimmtudaginn að bókin Takk útrásarvíkingar, sem hún lagði nýlega lokahönd á, fór í prentun. Í bókinni fjallar hún um daglegt líf sitt á líflegan og stundum gráglettinn hátt en henni tekst einkar vel að rekja ýmsar hremmingar sínar beint til útrásarvíkinganna og hrunsins. Lára er einnig nýbyrjuð að skrifa pistla við góðar undirtektir á Pressan.is enda í slíku stuði eftir ritstörf sumarsins að hún sá ekki ástæðu til að hætta leik þá hæst hann stendur. síðastur á facebook? Hinn nýbrottrekni ritstjóri Séð og heyrt, Eiríkur Jónsson, byrjaði fyrsta daginn sinn í atvinnuleysinu á því að opna Facebook-síðu og hlýtur að teljast með þeim allra síðustu sem telja sig vera með á nótunum til þess að hasla sér völl á þessum vinsæla sam- skiptavef. Eiríkur fór fjallbrattur af stað og miðað við spá hans mun hann draga að sér fjölmarga vini: „Byrjaði á facebook fyrir fjórum mínútum og á þegar fjóra vini – það þýðir sextíu vini á klukkustund.“ í vikunni „Ég á aðdáendur á öllum aldri og þá eru ömmur ekki undanskildar. Hingað til hafa þær auðvitað kannski mest kynnst mér sem tónlistarmanni í gegnum barnabörnin sín en nú geta þær séð mig og heyrt í gegnum tónlist sem þær þekkja,“ segir Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, sem stígur á stokk eftir slétta viku sem sjálfur Buddy Holly í Austurbæ. „Auðvitað verður gaman ef gamlir aðdáendur, sem upplifðu Buddy Holly sjálfan, koma á sýninguna. Þeir eiga ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum,“ segir Ingó og hlær. Hann segist ekki trúa öðru en að kynslóðin sem hélt upp á Buddy Holly og tjúttaði við slagarana hans, mæti á sýninguna. „Ef það verður sett upp Em- inem-sýning hér þegar ég verð orðinn sjötugur þá mæti ég pottþétt. Þetta er svona svipað fyrir fólkið sem ólst upp með Buddy Holly. -óhþ Ingó æsir ömmurnar Peugot iOn Busanist ut et iunt hillis ari doloriaectam nonseni mendion remque sam, sincia con rerrori. FT/ TeiTur jónasson Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna 699 5008 Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.