Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 31
Svíar voru að vonum ánægðir með upp- skeruna eftir leikinn gegn Íslandi á miðviku- daginn. Zlatan Ibrahimovic átti vart orð til að lýsa undrun sinni á fimmta marki Svía. ÉG HEF ALDREI SÉÐ ANNAÐ EINS DV Sport föstudagur 8. júní 2007 31 Zlatan Ibrahimovic sagði í sam- tali við DV að fyrsta markið hefði ver- ið mikilvægt. „Við skoruðum snemma og við það opnaðist leikurinn. Við skoruð- um síðan tvö fyrir hlé en leikurinn var samt ekki búinn í hálfleik. Ísland er með gott lið, sem varðist vel og reyndi líka að sækja á skyndisóknum.“ Zlatan hefur verið meiddur að undanförnu en kom inn á þegar 20 mínútur voru eftir. „Fætur mínir eru í lagi, ég reyndi bara að spila minn leik og tilfinningin var góð að koma inn á.“ Aðspurður hvernig hann upplifði fimmta markið svaraði Zlatan: „Ég hef aldrei séð annað eins, ég meina þú verður að spila áfram þangað til að dómarinn flautar. Ef þú heyrir ekki flaut þá áttu að halda áfram. Það er ekki flóknara en það.“ Mikilvægt að ná fyrsta markinu Christian Wilhelmson var mjög góður í leiknum og hann sagði í sam- tali við DV að íslenska liðið hefði spilað agaðan fótbolta en skildi ekki af hverju liðið spilaði sömu taktík all- an leikinn. „Þetta var erfitt í byrjun fyrir okk- ur og mikilvægt að ná fyrsta mark- inu svona snemma. Það gerði gæfu- muninn, eftir að við skoruðum fyrsta markið þá var þetta lítil hætta fannst mér. Markið losaði okkur við ákveðna pressu og við þurftum ekki að sækja jafn stíft og gátum haldið boltanum innan liðsins. Ég gat eiginlega ekki skilið þegar staðan var orðin 4-0 og síðan 5-0 af hverju íslenska liðið kom ekki framar á völlinn. Íslendingar léku sömu taktík allan leikinn, lágu langt aftur en ég hélt að þeir myndu koma framar á völlinn, en þeir lágu allan leikinn til baka og ég held að við höfum verið líklegri til að skora sjötta markið en þeir að minnka muninn,“ sagði Wilhelmson. Gerðu okkur erfitt fyrir „Íslenska liðið var agað í sín- um leik og gerði okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik,“ sagði Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía, eftir leikinn á miðvikudaginn. „Við vorum heppnir að ná að skora þrjú mörk og eftir það var auðvitað erfitt fyrir íslenska liðið en að sama skapi auðvelt fyrir okkur. En mér fannst Ísland spila skipuleg- an og agaðan fótbolta í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. Lagerbäck bjóst við meiri krafti frá íslenska liðinu. „Ísland spilaði ekki al- veg jafn fast og ég hélt, því það lék svo aftarlega á velllinum að þá er erfitt að leika þannig. Einnig fannst mér leik- urinn spilaður á það miklum hraða en það er alveg hægt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið hægur. Það þarf að hafa þolinmæði þegar spilað er við lið sem liggur svona aft- arlega. Kannski vorum við aðeins of þolinmóðir í fyrri hálfleik, við reynd- um að komast fyrir aftan öftustu fjóra varnarmennina,“ sagði Lagerbäck að lokum. benni@dv.is Fannst fimmta markið skondið Zlatan Ibrahimovic segist aldrei hafa séð annað eins mark og fimmta mark svía. Bjóst við meiri krafti Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari svía bjóst við meiri krafti frá íslensku landsliðsmönnunum en raunin varð. Átti góðan leik Christian Wilhelmson átti góðan leik fyrir svía og lék íslensku varnarmennina grátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.