Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 8. júní 200730 Sport DV Evrópufótboltanum á þessu tímabil er ekki enn lok- ið. Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni eru ekki komn- ir í sumarfrí en þrjú lið bítast um meistaratitilinn þeg- ar tvær umferðir eru eftir. Næstsíðasta umferðin verður leikin um helgina. Flestir leikir verða á laugardagskvöld en þá verða tveir leikir á sunnudag. Síðasta umferðin verður síðan leikin á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, þann 17. júní. Barcelona og Real Madrid eru á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 72 stig. Í þriðja sæti er Sevilla sem stefnir á að vinna þrennu á tímabilinu. Real Madrid er líklegt til að ná að vinna sinn fyrsta stóra titil í fjögur ár en liðið vann Deportivo La Coruña 3-1 í síðustu umferð. Ekki eru margar vikur síðan liðið var afskrifað frá titilbaráttunni en svo small allt saman. David Beckham vann sér aftur sæti í liðinu og leikgleð- in skín af þessu liði sem er samansafn af stórstjörnum. Fá félög í Evrópu þyrstir jafnmikið í meistaratitil eins og Real Madrid enda hefur uppskeran verið ansi rýr hjá því undanfarin ár þrátt fyrir að öllu hafi verið til tjaldað. Spilamennska Barcelona hefur verið langt frá því að vera eins góð og á síðasta tímabili en liðið vann nauman sigur á Getafe 1-0 í síðustu umferð. Real Madrid er í fyrsta sæt- inu á betri árangri í innbyrðisviðureignum sínum gegn Barcelona. Sevilla varð Evrópumeistari félagsliða á dögunum og þá er liðið komið í úrslitaleik spænsku bikarkeppninn- ar. Liðið vann Real Zaragoza á sunnudag 3-1 og er áfram tveimur stigum á eftir toppliðunum. Valencia tapaði 3-2 fyrir Villarreal um helgina og þar með fór liðið út úr bar- áttunni um spænska meistaratitilinn. Fjögur efstu liðin eru öll örugg með sæti í Meistaradeildinni. Spenna fram undan Það er því ljóst að spennandi andartök eru fram und- an á Spáni en ekkert var leikið í deildinni um síðustu helgi vegna landsleikja. Real Madrid leikur gegn Zara- goza um helgina og svo við Real Mallorca í seinustu um- ferðinni. „Mikilvægi leiksins gegn Zaragoza er rosalegt,“ segir Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Real Madrid en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar. Barcelona á nágrannaslag gegn Espanyol á laugardag og mætir síðan Gimnastic Tarragona sem þegar er fallið úr deildinni efitr rúma viku. Börsungar geta þó ekki stól- að á snilli brasilíska landsliðsmannsins Ronaldinhos þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir tveimur vikum. Talið var líklegt að Ronaldinho myndi fá tveggja leikja bann en sú varð ekki raunin og ljóst er að hann nær loka- umferðinni. Sevilla mun leika við Mallorca á útivelli og svo Villarreal sem er í baráttu um Evrópusæti. „Markmið okkar var að komast í Meistaradeildina en við stefnum auðvitað á titilinn meðan sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Vilja kveðja með titli David Beckham heldur á vit ævintýranna í Hollywood eftir tímabilið. Honum hefur enn ekki tekist að vinna titil með Real Madrid síðan hann kom til spænska liðsins og er því mikið í húfi fyrir hann. Það er ljóst að talsverðar breytingar verða á liðinu í sumar. Ronaldo er þegar far- inn til AC Milan og þá tilkynnti Fenerbache um helgina að liðið hefði gengið frá kaupum á bakverðinum Roberto Carlos. Þá er Jose Antonio Reyes á lánssamningi frá Ars- enal og framtíð hans óljós. Athyglisvert verður að fylgjast með leik Barcelona og Espanyol en þetta er í annað sinn í þessari viku sem þessi lið mætast. Barcelona vann Espanyol í leik um Kat- alóníubikarinn á þriðjudagskvöld en þá voru lykilmenn reyndar hvíldir. „Tímasetning á þessum leik um Katal- óníubikarinn er ekki góð. Þetta er merkileg keppni en vegna þess sem er í húfi um helgina gátum við ekki teflt fram okkar sterkasta liði,“ sagði Rijkaard. „Leikurinn á laugardag verður tvímælalaust góð skemmtun. Við getum ekkert verið að hugsa út í önnur lið sem eru að berjast um meistaratitilinn. Við bara hugs- um um okkar leiki og reynum að vinna þá. Svo er bara að sjá hvert það skilar okkur. Landsleikirnir að undanförnu hafa ekki hjálpað okkur þar sem nánast allir leikmenn liðsins hafa verið fjarverandi,“ sagði Rijkaard. Spennandi verður að sjá hvort Eiður Smári Guðjohn- sen fái tækifæri hjá Börsungum um helgina vegna leik- banns Ronaldinhos. Um helgina fer næstsíðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fram. Þrjú lið eiga enn möguleika á spænska meistaratitlinum en af þeim er Real Madrid í vænlegustu stöðunni. SPENNAN ER ENN Á SPÁNI Í átt að titlinum real Madrid er í efsta sæti spænsku deildarinnar en liðið er með betri árangur í innbyrðis- viðureignum við Barcelona. Leikbann ronaldinho verður í leikbanni um helgina eftir að hafa fengið rautt spjald í síðustu umferð. Skorari frederic Kanoute hefur verið á skotskónum í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.