Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1993, Blaðsíða 40
flURORIX® móklóbemíð Geðdeyfðarlyfið frá Roche • Árangurer góður við innlægri og útlægri geðdeyfð, og kemur fljótlega í Ijós 1'37 • Skilvitleg starfsemi eykst, t.d. athygli, árvekni og minni2'69 • Óhætteraðhefjameðferðstrax og annarri geðdeyfðarlyfja-meðferð er hætt5 • Aukaverkanirerufátíðar, hvorki sljóvgandi né andkólínvirk áhrif14 • Áhætta er lítil við ofskömmtun, hvorki áhrif-á hjarta né öndun 8 Stefán Thorarensen Síðumúla 32,108 Reykjavík Sími 91-686044 Milliverkanir: Milliverkun við týramín hefur ekki klíníska þýðingu, en þó er mælt með því, að lyfið sé tekið inn eftir mat. Címetidín hægir verulega á umbrotum lyfsins og getur þurft að minnka skammta móklóbemíðs um helming við samtímis gjöf þessara lyfja. Lyfið getur aukiðáhrifadrenvirkralyfja.Lyfiðeykuráhrifíbúprófensogmorfínlikra lyfja. Hefja má meðferð með öðrum geðdeyfðarlyfjum (m.a. þríhringlaga lyfjum) strax þegar nofkun móklóbemíðs hefur verið hætt og öfugt. Varúð: Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þarf að minnka skammta. Sjálfsmorðshneigð getur aukist í upphafi meðferðar. Skammtastærðirhandafullorðnum: Venjulegurbyrjunarskammtur er 300 mg á dag, venjulega gefið í þremur deiliskömmtum. Gera má ráð fyrir, að full verkun fáist eftir 4-6 vikna meðferð. Þegar árangur kemur í Ijós má lækka skammtinn í 150 mg á dag. Hámarks- dagskammtur er 450 mg, en í vissum undantekningartilfellum má auka skammtinn í 600 mg á dag. Taka á lyfið inn eftir máltíð. Sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi verðurað gefa minni skammta en hér hafa verið nefndir. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Pakkningar: Töflur 100 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 100 stk. (þynnupakkað). Töflur 150 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 100 stk. (þynnupakkað). AURORIX (Roche, 880153) TÖFLUR; N 06 A G 02 R,B Hver tafla inniheldur: Moclobemidum INN 100 mg eða 150 mg. Eiginleikar: Móklóbemíð er geðdeyfðarlyf. Verkun lyfsins byggist á því að það blokkar mónóaminoxídasa A (MAO-A) sérhæft og afturkræft. Þetta leiðir til minnkaðra umbrota noradrenalíns og serótóníns. Lyfið er ólíkt eldri MAO-blokkurum, sem blokka bæði MAO-A og MAO-B óafturkræft, en því fylgir hætta á hækkuðum blóðþrýstingi við inntöku týramíns (m.a. í osti). Aðgengi lyfsins við langtímanotkun er allt að 90%. Blóðþéttni nær hámarki um 1 klst. eftir inntöku, dreifingarrúmmál er nálægt 1,2 l/kg og próteinbinding í plasma er u.þ.b. 50%. Helmingunartími í blóði er 1-2 kist. og lengist lítillega með vaxandi skömmtum. Umbrot lyfsins eru háð skömmtum, það oxast nær algjörlega í óvirk umbrotsefni, sem skiljast út í nýrum. Ábendingar: Geðdeyfð, aðallega innlæg geðdeyfð. Erfið eða langvarandi útlæg geðdeyfð. Frábendingar: Bráð ruglun (confusio mentis). Meðganga og brjóstagjöf. Ofstarfsemi skjaldkirtils. Pheochromocytoma. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. > Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru blóðþrýstingsfall, óróleiki, svefntruflanir, höfuðverkur og svimi. Stöku sinnum sést kvíði eða ógleði. Sjaldgæfar aukaverkanir eru lystarleysi, þreyta, bjúgur, magaverkir eða ruglun (confusio). Heimildir: 1. Stabl M et al. J Neural Transm 1989; Suppl 28: 77-89. 2. Wesnes KA et al. J Neural Transm 1989; Suppl 28: 91-102. 3. Lecrubier Y et al. Acta Psychiatr Scand 1990; Suppl 360: 18-23. 4. Versiani M et al. Acta Psychiatr Scand 1990; Suppl 360: 24-28. 5. Amrein R et al Psychopharmacology 1992; 106(Suppl):24-31. 6. AllainHetal. Psychopharmacology 1992; 106(Suppl):56-61.7. AngstJetal. Psychopharmacology 1992; 106 (Suppl): 109-113. 8. HetzelW Psychopharmacology 1992; 106 (Suppl): 127-129. 9. Pétursson H Abstract 3rd International Symposium on Moclobemide, Vienna 29-31/3 1992.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.