Kjarninn - 10.10.2013, Side 7

Kjarninn - 10.10.2013, Side 7
02/05 kjarninn dómsmál R annsókn á því hvort FL Group hafi í raun greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum króna sem Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, notaði til að greiða fyrir danska flugfélagið Sterling í mars 2005 er lokið hjá emb- ætti sérstaks saksóknara. Niðurstöður hennar liggja nú hjá saksóknara innan embættisins, sem mun taka ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. Samkvæmt heimildum Kjarnans verður sú ákvörðun tekin innan mánaðar. Málið hefur verið til rannsóknar frá því haustið 2008 hjá ýmsum embættum. Viðskipti FL Group, Fons og Sunds ehf. sem áttu sér stað með eignarhluti í Sterling og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á árunum 2005 til 2008 eru ein þekktustu meintu sýndarviðskipti sem framkvæmd voru á árunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir meðal annars að þau séu „einhver umdeildustu við- skipti Hannesar [Smárasonar, fyrrverandi forstjóra og stjórnar formanns FL Group] og raunar alls þessa tímabils“. Sýndarviðskiptaflétta Í mars 2005 keypti Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, danska flug- félagið Sterling á fjóra milljarða króna. Nokkrum mánuðum síðar var Sterling sameinað öðru óarðbæru flugfélagi, Maersk Air, og í október, sjö mánuðum eftir kaup Fons á því, var Sterling selt til almenningshlutafélagsins FL Group á 15 milljarða króna. Viðskiptin vöktu athygli og furðu, sérstak- lega þar sem Sterling tapaði hálfum milljarði króna á þeim fáu mánuðum sem Fons átti það. Samt greiddi almennings- hlutafélagið FL Group, sem var í eigu rúmlega fjögur þúsund aðila, ellefu milljörðum króna meira fyrir Sterling en Fons hafði gert nokkrum mánuðum áður. Flestir þeirra sem áttu hlut í FL Group á þessum tíma höfðu gerst hluthafar þegar FL Group var flug félagið Flugleiðir. Flugreksturinn var hins vegar aðskilinn frá öðrum rekstri félagsins á uppgangs- árunum fyrir hrun og settur inn í sérstakt félag, Icelandair Group, sem var selt út úr FL Group. Gamla móðurfélaginu dómsmál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is RannSókn á afhendingu gagnanna og kæRðiR SakSóknaRaR Höfundur þessarar greinar fjallaði um sterling-fléttuna út frá gögnunum sem hald- lögð voru í húsleitinni hjá Fl Group í nóvember 2008 í þriggja þátta greinaflokki sem birtist í Viðskiptablaðinu haustið 2010. Hannes smárason kærði Valtý sigurðsson, þá ríkissaksóknara, og Helga magnús Gunnarsson, þá saksóknara efnahags- brotadeildar ríkislögreglu- stjóra, í kjölfarið fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi vegna þess að gögnin voru afhent fyrr- verandi hluthafa í Fl Group. málið var fellt niður sumarið 2011.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.