Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 45

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 45
02/07 kjarninn viðtal Á rið 2013 er gert ráð fyrir að tölvuleikjasala í heiminum nemi um 66 milljörðum Bandaríkja- dala, sem eru um 8.000 milljarðar íslenskra króna, fjárlög ríkisins í tæp fjórtán ár. Myndin sem við höfum af tölvuleikjaspilara er oft af unglingsstrák í myrkvuðu herbergi en staðreyndin er sú að hinn hefðbundni spilari er ekki til. Karlar hafa að vísu yfirhöndina þegar kemur að spilun en konur fylgja skammt á eftir og eldri spilurum fjölgar ört. Reyndar eru allar líkur á að sá sem lesi þetta viðtal hafi freistast til að opna Candy Crush, leggja kapal í tölvunni eða spila einhvern af þeim þúsundum tölvuleikja sem í boði eru. Þetta er markaður sem stækkar sífellt eins og Íslendingar ættu að vita í kjölfar velgengni CCP. Eitt stærsta nafnið í þessum heimi er Electronic Arts (EA), sem framleiðir meðal annars vinsæla íþróttaleiki á borð við FIFA og Madden NFL, hlutverkaleiki eins og The Sims og skotleikinn Battlefield. Í lok mánaðarins kemur einmitt út Battlefield 4 og eru miklar vonir bundnar við hann. Fæstir vita hins vegar að leikurinn er búinn til í Svíþjóð af fyrir- tækinu DICE, sem EA keypti árið 2005. Kjarninn hitti Sigur- línu Valgerði Ingvarsdóttur einmitt á skrifstofu DICE þar sem hún vinnur sem framleiðandi. Hún segir að starfið sé í raun verkefnastjórnun, þar sem hún leiði saman ólíka hópa sem komi að ferlinu. Það er strax ljóst hversu mikil eftir- vænting ríkir vegna útgáfunnar enda er margra ára vinna að baki og tugir milljarða í húfi. „Peningarnir sem eru settir í svona verkefni eru geig- vænlegir. Tölvuleikur getur kostað jafn mikið og Hollywood- bíómynd.“ Sem dæmi má nefna Grand Theft Auto 5, sem kostar um 266 milljónir dollara í framleiðslu og markaðs- setningu en seldist fyrir um 800 milljónir dollara fyrsta sólar- hringinn. „Þar voru um 300 manns í fimm ár að búa hann til en það er með því mesta sem svona leikur kostar. Leikir fyrir leikjatölvur kosta oft frá 40-100 milljónum dollara en upp undir 200 milljónir fyrir þá allra stærstu.“ Þetta er ástæðan fyrir öllum framhaldsleikjunum. „Þegar fyrirtæki eru búin að Viðtal Baldvin Þór Bergsson Smelltu til að heimsækja vefsíðu DiCE Smelltu til að heimsækja vefsíðu Battlefield
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.