Kjarninn - 10.10.2013, Side 45

Kjarninn - 10.10.2013, Side 45
02/07 kjarninn viðtal Á rið 2013 er gert ráð fyrir að tölvuleikjasala í heiminum nemi um 66 milljörðum Bandaríkja- dala, sem eru um 8.000 milljarðar íslenskra króna, fjárlög ríkisins í tæp fjórtán ár. Myndin sem við höfum af tölvuleikjaspilara er oft af unglingsstrák í myrkvuðu herbergi en staðreyndin er sú að hinn hefðbundni spilari er ekki til. Karlar hafa að vísu yfirhöndina þegar kemur að spilun en konur fylgja skammt á eftir og eldri spilurum fjölgar ört. Reyndar eru allar líkur á að sá sem lesi þetta viðtal hafi freistast til að opna Candy Crush, leggja kapal í tölvunni eða spila einhvern af þeim þúsundum tölvuleikja sem í boði eru. Þetta er markaður sem stækkar sífellt eins og Íslendingar ættu að vita í kjölfar velgengni CCP. Eitt stærsta nafnið í þessum heimi er Electronic Arts (EA), sem framleiðir meðal annars vinsæla íþróttaleiki á borð við FIFA og Madden NFL, hlutverkaleiki eins og The Sims og skotleikinn Battlefield. Í lok mánaðarins kemur einmitt út Battlefield 4 og eru miklar vonir bundnar við hann. Fæstir vita hins vegar að leikurinn er búinn til í Svíþjóð af fyrir- tækinu DICE, sem EA keypti árið 2005. Kjarninn hitti Sigur- línu Valgerði Ingvarsdóttur einmitt á skrifstofu DICE þar sem hún vinnur sem framleiðandi. Hún segir að starfið sé í raun verkefnastjórnun, þar sem hún leiði saman ólíka hópa sem komi að ferlinu. Það er strax ljóst hversu mikil eftir- vænting ríkir vegna útgáfunnar enda er margra ára vinna að baki og tugir milljarða í húfi. „Peningarnir sem eru settir í svona verkefni eru geig- vænlegir. Tölvuleikur getur kostað jafn mikið og Hollywood- bíómynd.“ Sem dæmi má nefna Grand Theft Auto 5, sem kostar um 266 milljónir dollara í framleiðslu og markaðs- setningu en seldist fyrir um 800 milljónir dollara fyrsta sólar- hringinn. „Þar voru um 300 manns í fimm ár að búa hann til en það er með því mesta sem svona leikur kostar. Leikir fyrir leikjatölvur kosta oft frá 40-100 milljónum dollara en upp undir 200 milljónir fyrir þá allra stærstu.“ Þetta er ástæðan fyrir öllum framhaldsleikjunum. „Þegar fyrirtæki eru búin að Viðtal Baldvin Þór Bergsson Smelltu til að heimsækja vefsíðu DiCE Smelltu til að heimsækja vefsíðu Battlefield

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.