Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 68

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 68
01/01 kjarninn Tækni Þ róunin í tækni- og hugbúnaðargeiranum er hröð og ekki alltaf auðvelt að halda í við hana. Reglu- lega kemur eitthvað nytsamlegt fram en annað nær ekki fótfestu og hverfur fljótt af markaði. Margar nýjungar hafa komið fram að undan- förnu sem talið er að eigi bjarta framtíð ef rétt verður haldið á spilunum af hálfu þeirra sem framleiða og markaðssetja vörurnar. Tæknivefurinn flavorwire.com tók saman nokkrar vörur á dögunum sem að mati sérfræðinga vefsins eru líklegar til að hafa mikil áhrif á tæknigeirann á næstu árum. Vatnsþétti síminn frá Sony Sony Xperia Z síminn, sem kom út í lok síðasta árs, þyk- ir búa yfir áreiðanlegri og góðri vatnsverndartækni fyrir síma. Hann er vatnsþéttur án þess að það sé íþyngjandi fyrir notandann. Hann er með Android-stýrikerfi og hefur verið ágætlega tekið á markaði. Fimmfalt hleðslutæki Hleðslutækið Griffin Powerdock 5 er sérhannað fyrir Apple- vörur og er einfalt í sniðum. Einmitt þess vegna er talið að það geti haft töluverð áhrif á hleðslutæki framtíðarinnar, þar sem neytendur muni geta gert ríkar kröfur um að geta hlaðið mörg tæki í einu. Með Griffin-tækinu er hægt að hlaða fimm Apple-tæki í einu. Svefnsíminn Sumir vilja sofna út frá tónlist en aðrir ekki. Þetta getur jafnvel verið uppspretta deilna á milli þeirra sem deila rúmi. Lausnin á þessu er fundin, eða því sem næst. Vara sem nefnist SleepPhones er eins og eyrnaband með innbyggðum litlum heyrnartólum. Með því er hægt að hlusta á tónlistina alveg í friði og einbeita sér að svefninum í leiðinni. Það er í það minnsta hugmyndin að baki vörunni. Neyðarsíminn SpareOne-neyðarsíminn er sérstaklega hannaður með það í huga að nota hann aðeins í neyð. Hægt er að nýta hefð- bundnar AA-rafhlöður í hann, hann er alveg vatnsþéttur og þolir mikið viðnám og högg. Þá er á honum sérstakur neyðarhnappur sem er merktur með hvítum krossi á rauðum grunni. Ef ýtt er á hann fæst beint samband við þá neyðar- aðstoð sem næst er. Þá er síminn þannig hannaður að hann á að halda sambandi betur en aðrir símar ef búið er að ná sambandi við neyðaraðstoð. Bráðnauðsynlegt? Já, ætli það ekki Tækni Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.