Kjarninn - 10.10.2013, Page 68
01/01 kjarninn Tækni
Þ
róunin í tækni- og hugbúnaðargeiranum er hröð
og ekki alltaf auðvelt að halda í við hana. Reglu-
lega kemur eitthvað nytsamlegt fram en annað
nær ekki fótfestu og hverfur fljótt af markaði.
Margar nýjungar hafa komið fram að undan-
förnu sem talið er að eigi bjarta framtíð ef rétt verður haldið
á spilunum af hálfu þeirra sem framleiða og markaðssetja
vörurnar.
Tæknivefurinn flavorwire.com tók saman nokkrar vörur á
dögunum sem að mati sérfræðinga vefsins eru líklegar til að
hafa mikil áhrif á tæknigeirann á næstu árum.
Vatnsþétti síminn frá Sony
Sony Xperia Z síminn, sem kom út í lok síðasta árs, þyk-
ir búa yfir áreiðanlegri og góðri vatnsverndartækni fyrir
síma. Hann er vatnsþéttur án þess að það sé íþyngjandi fyrir
notandann. Hann er með Android-stýrikerfi og hefur verið
ágætlega tekið á markaði.
Fimmfalt hleðslutæki
Hleðslutækið Griffin Powerdock 5 er sérhannað fyrir Apple-
vörur og er einfalt í sniðum. Einmitt þess vegna er talið að
það geti haft töluverð áhrif á hleðslutæki framtíðarinnar, þar
sem neytendur muni geta gert ríkar kröfur um að geta hlaðið
mörg tæki í einu. Með Griffin-tækinu er hægt að hlaða fimm
Apple-tæki í einu.
Svefnsíminn
Sumir vilja sofna út frá tónlist en aðrir ekki. Þetta getur
jafnvel verið uppspretta deilna á milli þeirra sem deila rúmi.
Lausnin á þessu er fundin, eða því sem næst. Vara sem
nefnist SleepPhones er eins og eyrnaband með innbyggðum
litlum heyrnartólum. Með því er hægt að hlusta á tónlistina
alveg í friði og einbeita sér að svefninum í leiðinni. Það er í
það minnsta hugmyndin að baki vörunni.
Neyðarsíminn
SpareOne-neyðarsíminn er sérstaklega hannaður með það
í huga að nota hann aðeins í neyð. Hægt er að nýta hefð-
bundnar AA-rafhlöður í hann, hann er alveg vatnsþéttur
og þolir mikið viðnám og högg. Þá er á honum sérstakur
neyðarhnappur sem er merktur með hvítum krossi á rauðum
grunni. Ef ýtt er á hann fæst beint samband við þá neyðar-
aðstoð sem næst er. Þá er síminn þannig hannaður að hann
á að halda sambandi betur en aðrir símar ef búið er að ná
sambandi við neyðaraðstoð.
Bráðnauðsynlegt?
Já, ætli það ekki
Tækni
Magnús Halldórsson
magnush@kjarninn.is