Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 9

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 9
Tímalína atburða í Sterling/NTH fléttunni 12.-14. mars 2005 Fons kaupir sterling á fjóra milljarða króna. á sama tíma voru þrír milljarð- ar króna millifærðir frá Fl Group inn á reikning í Kaupþingi í lúxemborg. Peningarnir fóru út af reikningnum og komu ekki aftur inn á hann fyrr en í júlí sama ár, um fjórum mánuðum síðar. 1. júlí 2005 Fons eignast maersk Air og innlimar flugfélagið. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fjölmiðlum kom fram að það var ekki talið vera nokkurt. Félögin töpuðu enda samtals um átta milljörðum króna á árinu 2005. 16. október 2005 Hannes smárason, sem þá var nýlega orðinn forstjóri Fl Group, og Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons, ganga frá kaupum Fl Group á sterling fyrir 15 milljarða króna. söluhagnaður Fons af því að eiga sterling og maersk, sem töpuðu milljörðum króna á þessum tíma, varð því 11 milljarðar króna á um hálfu ári. Fyrsti ársfjórðungur 2006 sterling tapar rúmum tveimur milljörðum króna. Nóvember 2006 starfsmenn Fl Group hefja þróun á verkefni sem fær nafnið Project scantra- vel. Það verkefni varð síðan að félagi sem fékk nafnið Northern Travel Holding og var notað til að kaupa sterling af Fl Group í því sem talið eru vera ein stærstu sýndarviðskipti fyrirhrunsáranna. 21. desember 2006 stjórn Fl Group veitir Hannesi smárasyni heimild til stofnunar NTH og sölu á sterling. 26. desember 2006 Northern Travel Holding er stofnað. á sama tíma er gengið frá sölu Fl Group og Fons á sterling, flugfélaginu Astraeus, Iceland Express, Heklu Travel og Ticket inn í hið nýstofnaða félag. Eigendur Northern Travel Holding voru Fl Group og Fons, þeir sömu og seldu eignirnar inn í það. Auk þess var fjár- festingarfélagið sund sagt eiga 22 prósenta hlut. Það sem kom þó ekki fram var að sund var með sölurétt á þeim hlut til Baugs, stærsta eiganda Fl Group. samkvæmt því samkomulagi átti Baugur að kaupa hlutinn aftur af sundi fyrir 26. ágúst 2007 á 2,75 milljarða króna. Vegna þátttöku sinnar í þessum snún- ingi fékk sund ehf. greiddan tæpan hálfan milljarð króna í þóknanagreiðslur. desember 2007 samkomulag Baugs og sunds um kaup- og sölurétt á hlutum í Northern Travel Holding er framlengt fram í desember. Þegar kom að því að efna það var Northern Travel Holding látið „kaupa“ hlut sunds í stað Baugs. Þannig losnaði Baugur úr þeirri snöru. 16. september 2008 Fons kaupir 34 prósenta hlut Fl Group, sem þá hafði tekið upp nafnið stoðir, í Northern Travel Holding. Greitt var fyrir með haldlausum kröfum á Northern Travel Holding. Kaupverðið var því ekkert. 29. október 2008 sterling verður gjaldþrota og þúsundir farþega félagsins verða strandaglópar víðs vegar um heiminn. 11. nóvember 2008 skattayfirvöld gera húsleit í höfuðstöðvum Fl Group. 14. september 2009 Northern Travel Holding er úrskurðað gjaldþrota. Þrotabú Fons, sem var þá líka farið á hausinn, var langstærsti kröfuhafinn með 15 milljarða króna kröfu. Engar eignir voru í búin sig í fyrsta skipti opinberlega um kaupin. Hún sagðist telja að FL Group hefði að öllum líkindum greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum króna sem greiddir voru fyrir danska flugfélagið í mars 2005. Féð hefði verið lagt inn á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg að frumkvæði Hannesar Smárasonar en síðan horfið þaðan án tilhlýðilegra skýringa. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér vorið 2010 sagði að henni hefði borist útprentun úr excel-skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem „fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi, verið millifærðir á Fons“. Milljarðarnir þrír sem FL Group lagði inn á reikninginn í Lúxemborg skiluðu sér loks þangað aftur í júlí 2005. Þá höfðu Ragnhildur og nokkrir stjórnarmenn í FL Group hótað 04/05 kjarninn dómsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.