Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 67

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 67
H öskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar flokksins, hefur boðað að nú á haustdögum muni hann leggja fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald í Vatnsmýrinni færist yfir til ríkisvaldsins frá Reykjavíkur- borg með það fyrir augum að tryggja að flugvöllur fyrir innanlandsflug verði áfram á staðnum. Frumvarpið og endanlegt orðalag þess á eftir að koma fram en í fjölmiðlum hefur efnisinnihaldi þess verið lýst nokkuð ítarlega. Hvort stuðningur fyrir slíku máli er meðal stjórnarflokkanna og annarra þingmanna skal ósagt látið en í öllu falli vekur slíkt mál upp ýmis álitaefni gagnvart stjórnar skránni. Nokkur ólík fordæmi Vísað hefur verið til þess að nokkur dæmi séu um að skipulagsvald hafi verið tekið frá sveitarfélögum, meðal annars á Keflavíkurflugvelli en lögum samkvæmt skipar ráð- herra sex manna skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallarins. Þá fer Þingvallanefnd í reynd með skipulagsvald innan marka þjóðgarðsins á Þingvöllum. Alþingisreiturinn hefur einnig verið nefndur, en síðast- liðið vor var lagt fram frumvarp sem gerði ráð fyrir að ráðherra skipaði fimm manna skipulags- og byggingarnefnd Alþingissvæðisins, þar sem tveir nefndarmenn væru skipaðir af borginni, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Þannig var hugsunin sú að þingið og borgin yrðu jafnsett þegar kæmi að skipulagsákvörðunum á svæðinu. Frumvarpið varð ekki að lögum. Öll þessi dæmi eiga það sammerkt að þar var verið að færa stjórn skipulagsmála á viðkomandi svæði frá sveitar- félagi að einhverju eða öllu leyti og yfir til framkvæmdar- valdsins með þeim rökum að svæðin væru sérstaks eðlis, meðal annars með tilliti til náttúru- og menningargildis eða vegna öryggissjónarmiða. Hvorki Keflavíkurflugvöllur né Þingvallaþjóðgarður eru hins vegar í þéttbýli og viðkomandi sveitarfélög hafa engin áform um byggð eða annað slíkt á þessum svæðum. Þessi dæmi eru því allt annars eðlis en spurningin um að Alþingi taki til sín skipulagsvald Vatnsmýrarinnar. Miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum um hina boðuðu löggjöf missir Reykjavíkurborg alfarið skipulagsvald á stóru svæði í miðborginni þar sem fyrirhugað er að reisa 15-20 þúsund manna byggð í framtíðinni. Borgin á meirihluta landsins Hafa ber í huga að um 60% af svæðinu í Vatnsmýrinni eru í eigu Reykjavíkurborgar en um 40% í eigu ríkisins. Þegar flugvöllurinn var lagður þar í síðari heimsstyrjöldinni og síðan gefinn íslenska ríkinu árið 1946 virtist lítið hugsað út í eignarhald, leigu og afnotarétt af landinu. Flugvöllurinn var einfaldlega reistur og hefur verið þar síðan, án þess að borgin fái greidda leigu fyrir landið. Jón Gnarr borgarstjóri benti á þetta í viðtali í Kjarnanum í síðustu viku. Í framhaldi vaknar sú spurning hvers vegna borgin sæki þetta mál ekki fastar og geri til dæmis kröfu um að greidd verði leiga fyrir afnot á því landi sem fer undir flugvöllinn. Hægt væri að færa rök fyrir umtalsverðri gjald- töku fyrir slík afnot. Skipulag gerir ráð fyrir byggð Gildandi aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að flug- völlurinn fari í áföngum á árunum 2016-2024 og að þar rísi byggð en hin boðaða löggjöf um að færa skipulagsvald Vatns- mýrarinnar til Alþingis myndi hafa það yfirlýsta markmið að breyta því. Þótt málið sé vissulega umdeilt er þetta stefna borgarinnar, sem hefur verið samþykkt í stofnunum hennar. Stjórnarskráin kveður á um það í 78. gr. að sveitar- stjórnir ráði sínum málum eftir því sem lög ákveði. Þetta síðastnefnda orðalag, „eftir því sem lög ákveða“, vísar til þeirra laga sem sett eru um starfsemi sveitarfélaga, einkum sveitarstjórnarlög og eftir atvikum önnur lög, til dæmis skipulagslög. Verulegt inngrip Lagasetning sem þessi væri verulegt inngrip í þetta ákvörðunarvald sveitarfélaga og mun grófara en þau dæmi sem nefnd voru hér í upphafi. Þótt slíkt inngrip sé lagatækni- lega framkvæmanlegt vaknar sú spurning hvort slík löggjöf stæðist stjórnarskrá. Sveitarfélögum er með lögum falið skipulagsvald og er það eitt af mikilvægustu hlutverkum þeirra. Þetta er síðan ákvarðað nánar í skipulagslögum, þar sem segir að sveitar- félög fari með skipulagsvald, þ.e. setji aðal- og deiliskipulag og einnig rammaskipulag. Lögin skapa þannig ákveðinn fyrirsjáan leika fyrir sveitarfélög til að móta skipulag til fram- tíðar og innan þessa ramma hefur borgin mótað sitt skipulag. Ef hin boðaða löggjöf tæki gildi og leiddi til breytinga á þessu skipulagi myndi borgin þurfa að sæta því að skipulaginu væri í reynd breytt eftir á með afturvirkum hætti. Mikilvægt er að hafa í huga að löggjöf um skipulag er ekki eingöngu ákvörðunarvald heldur eru þar einnig ákvæði um málsmeðferð, sem er afar mikilvæg, til dæmis um rétt íbúa til kynningar, athugasemda og annarrar aðkomu að ferlinu. Ríkisvaldinu er síðan tryggð aðkoma að skipulagi samkvæmt lögunum þar sem lögin áskilja að ríkið geti sett landsskipulagsstefnu. Þannig er skýr rammi til staðar hvað varðar skipulag og mörkin milli sveitarfélaga og ríkis- valdsins, sem hin boðaða löggjöf myndi skekkja. Hvar liggja mörkin? Ef ríkið tekur sér skipulagsvald á jafnstórum hluta borgar- landsins og Vatnsmýrin er, á kostnað Reykjavíkurborgar, vaknar sú spurning hvar mörkin liggja. Væri þá eitthvað því til fyrirstöðu að ríkið tæki sér enn frekara skipulagsvald, til dæmis yfir tilteknum hverfum borgarinnar eða jafnvel yfir allri borginni? Ákvæði stjórnarskrárinnar um að sveitarfélög skuli ráða sínum málum sjálf væri orðið næsta marklaust ef fallist væri á þann skilning. Orðalag ákvæðisins má reyndar túlka þannig að sjálf- stæði sveitarfélaga sé einfaldlega háð lagasetningu hverju sinni en einnig er hægt að líta svo á að í ákvæðinu felist stjórnarskrárvarinn sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga sem tekur hins vegar mið af lögum hverju sinni, þó þannig að löggjafinn hafi ekki frjálsar hendur gagnvart sveitarfélögum, sérstaklega hvað varðar afturvirkar breytingar á lögum. Miklir fjárhagslegir hagsmunir Í skýrslu samgönguráðuneytisins frá árinu 2007 er markaðs- virði lóða í Vatnsmýrinni metið á 74,5 milljarða króna. Miðað var við lóðaverð árið 2006, sem er svipað og lóðaverð í dag, og um 15 þúsund manna blandaða byggð íbúðar- og atvinnu- húsnæðis. Þótt þessar tölur geti hæglega breyst í báðar áttir má sjá að borgin sem eigandi um 60% lands á svæðinu yrði með lagasetningu skert þeim möguleika til framtíðar að geta fengið þau verðmæti fyrir landið. Af þeim sökum má velta fyrir sér hvort lagasetningin stæðist eignarréttar- ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, enda myndi slík löggjöf skerða verulega möguleika Reykjavíkurborgar á hagnýtingu eignarinnar, sem þegar hefur verið ákveðin í aðalskipulagi. Meðalhóf og eignarréttur Í dómsmálum þar sem reynir á hvort íþyngjandi lagaákvæði standist mannréttindaákvæði stjórnarskrár kemur meðal annars til skoðunar hvort lagasetningin hafi verið nauðsyn- leg til að ná settu markmiði. Þessa nálgun má einnig orða þannig að löggjafinn verði að sýna fram á að meðalhófs hafi verið gætt. Þannig væri horft til þess hvert markmið lagasetningar- innar væri og hvort ná hefði mátt hinu tilsetta markmiði á annan hátt. Í tilfelli Reykjavíkurflugvallar væri markmiðið væntanlega að tryggja að íbúar landsbyggðarinnar hefðu greiðan aðgang að mikilvægri þjónustu á höfuðborgar- svæðinu. Því markmiði er hins vegar hægt að ná á ýmsan annan hátt en að lögfesta núverandi staðsetningu flugvallar- ins í Vatnsmýrinni, til að mynda með því að finna vellinum annan stað á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti því orðið vanda- samt fyrir ríkið að sýna fram á að aðrar leiðir hafi alls ekki verið færar. Skilaboð til annarra sveitarfélaga Hvort sem hin boðaða löggjöf stenst stjórnarskrá eða ekki er ljóst að Alþingi væri að taka sér verulegt vald á kostnað Reykjavíkurborgar og í þokkabót í óþökk borgarstjórnar. Ef svo fer hljóta önnur sveitarfélög að velta fyrir sér stöðu sinni, þ.e. hvort umfangsmikil skipulagsvinna til margra ára geti allt í einu verið gerð að engu með lögum frá Alþingi ef meirihlutinn á þingi hefur þá skoðun á tilteknu skipulags- máli innan sveitarfélagsins. Þingmenn í skipulagshug 01/01 kjarninn álit álit Árni Helgason lögmaður Smelltu til að lesa viðtal við Höskuld Þórhallsson Reykjavíkurflugvöllur – úttekt á framtíðar- staðsetningu (skýrsla frá 2007)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.