Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 62

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 62
T jáningarfrelsið er ein af grundvallarstoðum lýðræðisins. Það er verndað í 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi. Tjáningarfrelsið er vissu- lega ekki takmarkalaust enda gera bæði ákvæðin ráð fyrir að takmarka megi tjáningu, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Skv. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár eru þau skilyrði sett að tjáningarfrelsinu megi aðeins setja skorður „með lögum, í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær [takmarkanir] nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum“. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gengið afar langt í að vernda tjáningarfrelsi, sumir myndu jafnvel halda því fram að Mannréttindadómstóllinn gangi jafnvel lengra en Hæstiréttur Íslands enda hefur dómstóllinn fellt áfellisdóma yfir íslenska ríkinu fyrir tjáningarfrelsisbrot, nú seinast með tveimur dómum sumarið 2012 í máli Erlu Hlynsdóttur og Bjarkar Eiðsdóttur. Til eru stef sem dómstóllinn endurtekur ítrekað í slíkum málum, m.a. að tjáningu sem móðgar, hneykslar og raskar hugarró þurfi einnig að vernda (e. offend, shock, disturb) enda þurfi óumdeild tjáning síður á vernd að halda en umdeild tjáning. En Mannréttindadómstóllinn dregur vissulega línuna og ein tegund tjáningar sem dómstóllinn hefur ítrekað heimilað takmarkanir á er svokallaður hatursáróður (e. hate speech). En hvað fellur undir hatursáróður? Mannréttinda- dómstóllinn hefur t.a.m. fjallað um hugtakið í dómi sínum í máli Erbakan gegn Tyrklandi (6. júlí 2006, málsgrein 56) á eftirfarandi máta í lauslegri þýðingu höfundar: „haturs- áróður sé tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða rétt- lætir hatur sem byggist á skorti á umburðarlyndi“. Þegar dómstóllinn leggur mat sitt á það hvort tiltekin tjáning teljist hatursáróður vegast á tvenns konar sjónar- mið. Annars vegar rétturinn til að móðga, hneyksla og raska hugarró og hins vegar hvort um sé að ræða raunveru- lega og alvarlega hvatningu til öfga eða ofstækis, sér í lagi gegn tilteknum þjóðfélagshópum. Dómstóllinn hefur t.a.m. bannað hatursáróður á grundvelli kynþáttar (t.d. Vona gegn Ungverjalandi, Féret gegn Belgíu), trúar (t.d. Pavel Ivanov gegn Rússlandi, Norwood gegn Bretlandi) og kynhneigðar (t.d. Vejdeland o.fl. gegn Svíþjóð). Hvað varðar hatursáróður vegna kynhneigðar er áhuga- vert að skoða dóm Mannréttindadómstólsins í máli Vejdeland o.fl. gegn Svíþjóð (9. febrúar 2012). Í Svíþjóð voru tilteknir einstaklingar dæmdir fyrir að dreifa áróðri gegn samkynhneigðum til efri árganga grunnskóla barna í nafni samtaka sem nefndust National Youth. Áróðrinum var dreift í bæklingum og var fjöldi dreifðra bæklinga um 100 eintök. Sænskir dómstólar töldu réttlætanlegt að takmarka slíka tjáningu og var Mannréttinda dómstóllinn slíku mati sammála. Áróðurinn innihélt þrjár meginfullyrðingar sem dómstóllinn taldi til hatursáróðurs: Í fyrsta lagi að samkynhneigð væri afbrigði- leg kynferðisleg hneigð („deviant sexual proclivity“). Í öðru lagi að samkynhneigð hefði siðferðilega skemmandi áhrif á þjóðfélagið („a morally destructive effect on the substance of society“) og að samkynhneigð bæri ábyrgð á þróun alnæmis. Þeir einstaklingar sem dreifðu þessum hatursáróðri í nafni National Youth héldu því fram að það væri ekki tilgangur tjáningarinnar að tjá fyrirlitningu fyrir samkynhneigðum sem þjóðfélagshópi heldur væri tilgangurinn að hefja rök- ræður um skort á hlutlægni í kennslu í sænskum skólum. Jafnvel þó svo að bæklingarnir teldust ekki innihalda beina hvatningu til að fremja hatursfulla verknaði taldi dóm- stóllinn tjáninguna samt sem áður innihalda alvarlegar og fordómafullar staðhæfingar. Dómstóllinn lagði áherslu á að mismunun á grundvelli kynhneigðar væri jafn alvarleg og mismunun á grundvelli kynþáttar, uppruna eða litarháttar. Sænska ríkinu hefði því verið heimilt að takmarka tján- inguna á þann máta sem gert var. Hatursáróður getur jafnvel talist refsiverður ef í honum felst opinber árás á mann eða hóp manna með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Nærtækast er að vísa til dóms Hæstaréttar nr. 461/2001 þar sem maður var dæmdur til refsingar fyrir að hafa brotið gegn nefndu ákvæði í blaðaviðtali sem beindist gegn hópi ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kyn- þáttar. Í niðurstöðu Hæstaréttar er að finna eftirfarandi umfjöllun: Andspænis tjáningarfrelsi ákærða stendur réttur manna til þess að þurfa ekki að þola árásir vegna þjóðernis þeirra, litarháttar eða kynþáttar, sem varinn er af 233. gr. a al- mennra hegningarlaga með síðari breytingum, sbr. 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Verður þannig að meta, eins og héraðsdómari hefur gert, hvort gangi framar, frelsi hans samkvæmt 2. mgr., sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar til að láta ummælin uppi í opinberri umræðu eða réttur þeirra sem fyrir atlögum hans verða, án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Niðurstaða réttarins var sú að alhæfingar mannsins væru ekki studdar neinum rökum, enda væru vandfundin rök fyrir yfirburðum á grundvelli kynþáttar. Voru ummæli þau sem ákært var fyrir virt í samhengi við viðtalið í heild og komst þá rétturinn að þeirri niðurstöðu að með ummælunum hefði maðurinn leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun. Var manninum dæmd refsing fyrir ummælin. Með vísan til ofangreinds dómafordæmis MDE í máli Vejdelands o.fl. gegn Svíþjóð og ofangreinds dóms Hæsta- réttar um að vandfundin séu rök fyrir yfirburðum á grund- velli m.a. kynþáttar (eða kynhneigðar) má huga að boðskap Franklins Graham, bandarísks sjónvarpspredikara sem fyrir skemmstu var fenginn til að tala á opinberri trúarhátíð í Reykjavík, Hátíð vonar. Þrátt fyrir áskoranir hafnaði Þjóð- kirkjan því að endurskoða aðkomu sína að þeirri samkomu, þó að þessi aðalræðumaður hátíðarinnar, Franklin Graham, væri þekktur fyrir fullyrðingar um að ekki væri rétt að heim- ila samkynhneigðum að ganga í hjúskap þar sem hjónaband ætti einungis að vera á milli karlmanns og konu. Vaknar því sú spurning hvort boðskapur Franklin Grahams fari yfir mörk leyfilegrar tjáningar og inn á sprengjusvæði haturs- áróðurs sem heimilt er að takmarka. Bent er á að unnt er að nálgast ummæli Grahams á bloggsíðu hans, hvar mikið er fjallað um samkynhneigð. Sú spurning vaknar hversu langt megi ganga í að breiða út þann boðskap að samkynhneigð sé ekki Guði þóknanleg og að samkynhneigðir eigi ekki að eiga sama rétt og aðrir til að ganga í hjúskap. Er slíkur boðskapur heimil tjáning eða hatursáróður ef yfir tiltekna línu er farið? Vísbendingu um það hversu langt sé heimilt að ganga í slík- um boðskap er m.a. að finna í nefndum dómi MDE. Þegar af þeirri ástæðu má brýna fyrir Þjóðkirkju Íslands, sem er ríkiskirkja, að gæta að því hvers konar samkomur kirkjan kýs að eiga aðkomu að eða auglýsa, sér í lagi hvað varðar samkomur þar sem aðalræðumaðurinn er þekktur að því að tala fyrir mismunun gagnvart samkynhneigðum. Hvað er hatursáróður? Álit Sigríður Rut Júlíusdóttir Hæstaréttarlögmaður 01/01 kjarninn Álit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.