Kjarninn - 10.10.2013, Side 85

Kjarninn - 10.10.2013, Side 85
Patch Adams H unter Doherty „Patch Adams“ er stórmerkileg- ur fýr. Hann er læknir, aðgerðasinni, trúður og rithöfundur sem hefur helst unnið sér til frægðar að hafa stofnað Gesundheit-stofnun- ina og fyrir að beita þeirri aðferðafræði við læknisfræði sín að mynda djúp sambönd og nota húmor við sjúklinga sem hann sinnir. Hitt sem Patch er frægur fyrir er hræðileg bíómynd sam- nefnd honum sem frumsýnd var árið 1998. Þar leikur hinn eintóna og ákaflega þreytandi Robin Williams Patch sjálfan á ákveðnu skeiði í lífi hans í leikstjórn Ace Ventura-leikstjór- ans Tom Shadyac. Útkoman varð eitthvert leiðin legasta og tárvotasta tilfinningasalat sem varpað hefur verið á skjá. Patch sjálfur hefur enda gagnrýnt myndina harðlega og segir hana einungis sýna sig sem fyndinn lækni. Hann hefur líka gagnrýnt Robin Williams fyrir að hafa grætt á þriðja tug milljóna dala fyrir að þykjast vera hann í fjóra mánuði en að hafa ekki gefið krónu af því til spítalans sem hann rekur. Myndin gekk nefnilega, þrátt fyrir ömurlega dóma, mjög vel í bíóhúsum. 01/05 kjarninn KviKmyndir KviKmyndir Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is 23% Einkunn Rotten Tomatoes Smelltu til að horfa á stikluna Ekki eyðileggja söguna! Fimm verstu ævisögulegu myndir sem gerðar hafa verið

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.