Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 60

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 60
02/03 kjarninn Dómsmál Hald var lagt á gögnin eftir húsleitir og gagnaöflun á grundvelli réttarbeiðna þar um, en réttardómari í Lúxemborg hefur ekki enn gefið grænt ljós á að sérstakur saksóknari fái gögnin afhent til úrvinnslu og frekari rannsóknar. Mikið álag er á embættum rannsóknardómara og lögreglu í Lúxem- borgar vegna rannsókna á fjölmörgum málum er tengjast fjármálafyrirtækjum í landinu. Beiðnir um gögn hafa borist víða að, en nokkuð hátt hlutfall þeirra er frá Íslandi, sam- kvæmt heimildum Kjarnans. Vegna þessa mikla álags og strangra laga og reglna um hvernig skuli fara með haldlögð gögn er útlit fyrir að nokkrir mánuðir til viðbótar muni líða þar til embætti sérstaks saksóknara fær gögnin í fyrr- nefndum málum afhent. Þrjátíu manns Aðgerðir vegna rannsókna á fyrrnefndum málum fóru meðal annars fram 17. apríl í fyrra þegar þrjátíu manns fram- kvæmdu húsleitir á þremur stöðum; á skrifstofum Lands- bankans í Lúxemborg og á skrifstofum tveggja fyrirtækja þar sem grunur lék á að gögn er tengdust málunum væru geymd. Sex manns frá embætti sérstaks saksóknara, þar á meðal Ólafur Þ. Hauksson saksóknari, tóku þátt í aðgerðunum og 24 starfsmenn rannsóknarlögreglunnar í Lúxemborg, samtals 30 manns. Eitt málanna tengist meintri markaðsmisnotkun Landsbankans vegna fjármögnunar bankans á hlutabréfum sem útgefin voru af honum sjálfum. Lán til félaga Margar lánveitingar eru undir í rannsókn á þessum málum, meðal annars lán Landsbankans til félaganna Hunslow S.A., Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partners Corporation og Sigurðar Bollasonar ehf. til kaupa á hlutabréfum í Lands- bankanum. Fjallað er um þessar lánveitingar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Hunslow var í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar og námu heildarlán til þess 1,6 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum úr skýrslu RNA. Félagið Pro-Invest var í eigu Georg Tzvetanski, búlgarsks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.