Kjarninn - 10.10.2013, Page 60

Kjarninn - 10.10.2013, Page 60
02/03 kjarninn Dómsmál Hald var lagt á gögnin eftir húsleitir og gagnaöflun á grundvelli réttarbeiðna þar um, en réttardómari í Lúxemborg hefur ekki enn gefið grænt ljós á að sérstakur saksóknari fái gögnin afhent til úrvinnslu og frekari rannsóknar. Mikið álag er á embættum rannsóknardómara og lögreglu í Lúxem- borgar vegna rannsókna á fjölmörgum málum er tengjast fjármálafyrirtækjum í landinu. Beiðnir um gögn hafa borist víða að, en nokkuð hátt hlutfall þeirra er frá Íslandi, sam- kvæmt heimildum Kjarnans. Vegna þessa mikla álags og strangra laga og reglna um hvernig skuli fara með haldlögð gögn er útlit fyrir að nokkrir mánuðir til viðbótar muni líða þar til embætti sérstaks saksóknara fær gögnin í fyrr- nefndum málum afhent. Þrjátíu manns Aðgerðir vegna rannsókna á fyrrnefndum málum fóru meðal annars fram 17. apríl í fyrra þegar þrjátíu manns fram- kvæmdu húsleitir á þremur stöðum; á skrifstofum Lands- bankans í Lúxemborg og á skrifstofum tveggja fyrirtækja þar sem grunur lék á að gögn er tengdust málunum væru geymd. Sex manns frá embætti sérstaks saksóknara, þar á meðal Ólafur Þ. Hauksson saksóknari, tóku þátt í aðgerðunum og 24 starfsmenn rannsóknarlögreglunnar í Lúxemborg, samtals 30 manns. Eitt málanna tengist meintri markaðsmisnotkun Landsbankans vegna fjármögnunar bankans á hlutabréfum sem útgefin voru af honum sjálfum. Lán til félaga Margar lánveitingar eru undir í rannsókn á þessum málum, meðal annars lán Landsbankans til félaganna Hunslow S.A., Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partners Corporation og Sigurðar Bollasonar ehf. til kaupa á hlutabréfum í Lands- bankanum. Fjallað er um þessar lánveitingar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Hunslow var í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar og námu heildarlán til þess 1,6 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum úr skýrslu RNA. Félagið Pro-Invest var í eigu Georg Tzvetanski, búlgarsks

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.