Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 25

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 25
04/04 kjarninn skipulagsmál Í stuttu máli snúast þær forsendur að stórum hluta um þéttingu byggðar og eins og sjá má í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er stefnt að mikilli þéttingu byggðar í Reykjavík fram til ársins 2030. Aðalskipulagið miðar að því að skapa þær forsendur sem fjárfestingar samgönguáætlunar þarfnast til að teljast hagkvæmar. Með þetta í huga er áhugavert að skoða þær tugþúsundir undirskrifta sem borist hafa borgar- yfirvöldum vegna nýs aðalskipulags. Vissulega má þétta byggð á mörgum svæðum borgarinnar en ef þau svæði sem eru hvað mest miðsvæðis verða undanskilin er erfitt að sjá að fjármunum skattborgara sé varið á hagkvæman hátt í nýrri samgönguáætlun. Vatnsmýrin er engin undantekning þar á. En burtséð frá öllum hugmyndum um hagkvæmni og arð- semi er einnig mikilvægt að sjá mikilvægi þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru í Reykjavík er lúta að þéttingu byggðar og öðrum umhverfisvænum áætlunum í nýju aðalskipulagi í öðru ljósi. 70 prósent íbúa jarðar verða í borgum Talið er að fyrir hundrað árum hafi 20 prósent íbúa jarðar búið í þéttbýli. Árið 1990 var hlutfallið komið upp í 40 prósent og árið 2010 bjuggu rúmlega 50 prósent jarðarbúa í þéttbýli. Talið er að árið 2030 muni hlutfallið aukast í 60 prosent og að árið 2050 muni 70 prósent íbúa jarðar búa í borgum. Í dag býr um helmingur borgarbúa í heiminum í borgum þar sem íbúafjöldi er um 100 til 500 þúsund og innan við tíu prósent búa í svokölluðum „megaborgum“ þar sem íbúar eru fleiri en tíu milljónir. Með öðrum orðum verða borgarskipulagsmál í brenni- depli á komandi áratugum. Í nýju aðalskipulagi er að finna fjölmargar tillögur sem miða að því að Reykjavík nútímavæðist og verði með tíð og tíma sú framúrskarandi fyrirmyndarborg sem hún hefur fulla burði til að vera. Með þéttingu byggðar, breyttum samgöngu háttum og aukinni umhverfisvitund er hægt að skapa þekkingu og fordæmi sem aðrar þjóðir geta horft til og nýtt sér á komandi árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.