Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 72

Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 72
Sextán frá Nýja-Sjálandi T vö svæði í heiminum virðast hafa yfir burði um þessar mundir: Eyjaálfa, nánar tiltekið Nýja- Sjáland og Ástralía, og Belgía. Hér er talað um ungt fólk sem hefur náð ótrúlegum árangri á sínu sviði þrátt fyrir aldur. Belgískir fótboltamenn fæddir á níunda og tíunda ára- tug síðustu aldar virðast til dæmis hafa fengið betri bólu- setningar í æsku en aðrir. Það sést bersýnilega á landsliði þeirra sem skipað nú er ungum, gríðarlega hæfileikaríkum einstaklingum. Fyrir okkur á Íslandi er einfaldast að líta til Englands. Þar spila til dæmis Fellaini, Kompany, Démbéle, Hazard og Lukaku og gera það gríðarlega vel enda allir frá Belgíu. Á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu er unga fólkið hins vegar aðeins meira að pæla í tónlist. Í það minnsta myndu lands- lið þeirra ekki eiga mikið í Belgana í fótbolta. Þó nokkrir ungir tónlistarmenn frá þessum tveimur löndum, þarna hinum megin á hnettinum, hafa undanfarið náð gríðarlegum árangri í tónlistarheiminum, fengið alheimsspilun og setið á toppi vinsældalista fjarri heimahögum. Nær allir á Íslandi vita til dæmis um hvað talað er þegar ástralska tónlistarmanninn Gotye ber á góma. Hann átti eitt vinsælasta lag í Evrópu árið 2012; Somebody that I Used to Know söng hann með Kimbru, nýsjálenskri söngkonu sem hefur jafnframt náð ágætis árangri sjálf. Það er kannski bara til viljun að Gotye þessi er ekki einungis Ástrali heldur á hann ættir að rekja til Belgíu? Það er hins vegar nýjasta undrið frá Eyjaálfu sem vakið hefur athygli á Íslandi og er tilefni þessarar samantektar. Ella Yelich-O’Connor, sem gengur undir listamanns- nafninu Lorde, er aðeins 16 ára gömul. Hún hefur þegar komið þremur lögum inn á Billboard Hot 100-vinsælda listann í Bandaríkjunum, þar af einu í efsta sætið. Lagið Royals gerði hana að yngsta listamanninum til að ná efsta sæti listans síðan 14. nóvember 1987. Hún er jafnframt fyrsti lista- maðurinn frá Nýja Sjálandi til að ná efsta sætinu í Banda- ríkjunum. En Ameríka er ekki allt. Royals með Lorde situr í fjórða sæti vinsældalista Rásar 2 eftir aðeins tvær vikur á listanum. Auk þess hefur lagið flogið hátt á listum um alla Evrópu. Yelich-O’Connor syngur ekki um hvað hún er skotin í strákum eins og aðrir ógnarvinsælir listamenn á hennar aldri. Í viðtali við Vevo segist hún alltaf hafa lesið mikið og að í textum sínum reyni hún að segja örsögur. Og hún stuðar og gagnrýnir. Royals fjallar til dæmis um hvað henni finnst fáránlegt að vinsælustu tónlistarmenn syngja bara um hvað þeir eigi mikið af peningum og hvernig peningar séu ekki eini mælikvarðinn á það hvort maður sjálfur sé einhvers virði. Fyrsta breiðskífa hennar, „Pure Heroine“, kom út í lok september og hefur fengið góðar viðtökur. 01/01 kjarninn TónlisT TónlisT Birgir Þór Harðarson birgir@kjarninn.is smelltu til að hlusta á Royals, vinsælasta lag lorde smelltu til að hlusta á Tennis Court af breið- skífunni Pure Heroine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.