Kjarninn - 10.10.2013, Page 9

Kjarninn - 10.10.2013, Page 9
Tímalína atburða í Sterling/NTH fléttunni 12.-14. mars 2005 Fons kaupir sterling á fjóra milljarða króna. á sama tíma voru þrír milljarð- ar króna millifærðir frá Fl Group inn á reikning í Kaupþingi í lúxemborg. Peningarnir fóru út af reikningnum og komu ekki aftur inn á hann fyrr en í júlí sama ár, um fjórum mánuðum síðar. 1. júlí 2005 Fons eignast maersk Air og innlimar flugfélagið. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fjölmiðlum kom fram að það var ekki talið vera nokkurt. Félögin töpuðu enda samtals um átta milljörðum króna á árinu 2005. 16. október 2005 Hannes smárason, sem þá var nýlega orðinn forstjóri Fl Group, og Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons, ganga frá kaupum Fl Group á sterling fyrir 15 milljarða króna. söluhagnaður Fons af því að eiga sterling og maersk, sem töpuðu milljörðum króna á þessum tíma, varð því 11 milljarðar króna á um hálfu ári. Fyrsti ársfjórðungur 2006 sterling tapar rúmum tveimur milljörðum króna. Nóvember 2006 starfsmenn Fl Group hefja þróun á verkefni sem fær nafnið Project scantra- vel. Það verkefni varð síðan að félagi sem fékk nafnið Northern Travel Holding og var notað til að kaupa sterling af Fl Group í því sem talið eru vera ein stærstu sýndarviðskipti fyrirhrunsáranna. 21. desember 2006 stjórn Fl Group veitir Hannesi smárasyni heimild til stofnunar NTH og sölu á sterling. 26. desember 2006 Northern Travel Holding er stofnað. á sama tíma er gengið frá sölu Fl Group og Fons á sterling, flugfélaginu Astraeus, Iceland Express, Heklu Travel og Ticket inn í hið nýstofnaða félag. Eigendur Northern Travel Holding voru Fl Group og Fons, þeir sömu og seldu eignirnar inn í það. Auk þess var fjár- festingarfélagið sund sagt eiga 22 prósenta hlut. Það sem kom þó ekki fram var að sund var með sölurétt á þeim hlut til Baugs, stærsta eiganda Fl Group. samkvæmt því samkomulagi átti Baugur að kaupa hlutinn aftur af sundi fyrir 26. ágúst 2007 á 2,75 milljarða króna. Vegna þátttöku sinnar í þessum snún- ingi fékk sund ehf. greiddan tæpan hálfan milljarð króna í þóknanagreiðslur. desember 2007 samkomulag Baugs og sunds um kaup- og sölurétt á hlutum í Northern Travel Holding er framlengt fram í desember. Þegar kom að því að efna það var Northern Travel Holding látið „kaupa“ hlut sunds í stað Baugs. Þannig losnaði Baugur úr þeirri snöru. 16. september 2008 Fons kaupir 34 prósenta hlut Fl Group, sem þá hafði tekið upp nafnið stoðir, í Northern Travel Holding. Greitt var fyrir með haldlausum kröfum á Northern Travel Holding. Kaupverðið var því ekkert. 29. október 2008 sterling verður gjaldþrota og þúsundir farþega félagsins verða strandaglópar víðs vegar um heiminn. 11. nóvember 2008 skattayfirvöld gera húsleit í höfuðstöðvum Fl Group. 14. september 2009 Northern Travel Holding er úrskurðað gjaldþrota. Þrotabú Fons, sem var þá líka farið á hausinn, var langstærsti kröfuhafinn með 15 milljarða króna kröfu. Engar eignir voru í búin sig í fyrsta skipti opinberlega um kaupin. Hún sagðist telja að FL Group hefði að öllum líkindum greitt þrjá af þeim fjórum milljörðum króna sem greiddir voru fyrir danska flugfélagið í mars 2005. Féð hefði verið lagt inn á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg að frumkvæði Hannesar Smárasonar en síðan horfið þaðan án tilhlýðilegra skýringa. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér vorið 2010 sagði að henni hefði borist útprentun úr excel-skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem „fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi, verið millifærðir á Fons“. Milljarðarnir þrír sem FL Group lagði inn á reikninginn í Lúxemborg skiluðu sér loks þangað aftur í júlí 2005. Þá höfðu Ragnhildur og nokkrir stjórnarmenn í FL Group hótað 04/05 kjarninn dómsmál

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.