Kjarninn - 31.10.2013, Síða 30

Kjarninn - 31.10.2013, Síða 30
02/07 kjarninn Viðtal É g hef ekki áhyggjur af of mikilli fjárfestingu í ferðaþjónustu, til dæmis hóteluppbyggingu og slíku. Slíkt hefur fylgt þróun eftirspurnar og vaxtar. Miklu frekar þarf að ganga lengra í uppbyggingu við náttúruperlurnar með það að markmiði að vernda þær til lengri tíma litið,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Ólíkt mörgum öðrum geirum á Íslandi hefur ferðaþjónustan hér á landi, þar sem Icelandair er langsam lega umsvifamest bæði innanlands og utan, verið að vaxa mikið og umsvifin að aukast síðustu fimm árin, þegar línan var dregin í sandinn í sögulegu tilliti. Þá hrundi fjármála- kerfið og fjármagnshöftum var komið á til að hindra algjört hrun gjaldmiðilsins og dýpri efnahagsvanda landsins. Fókusinn á Ísland Bankahrunið var ekki aðeins efnahagslegt áfall heldur fólst í því tækifæri, segir Birkir. „Ísland fékk mikla alþjóðlega athygli í hruninu og líka þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð yfir, einu og hálfu ári síðar. Í fréttum erlendis af bankahruninu voru oft fréttamyndir af náttúruperlum hér. Þetta hefur haft jákvæð áhrif, ég er alveg viss um það,“ segir Birkir. Hann hóf störf hjá Icelandair árið 2000, fyrir tæplega fjórtán árum, sem sölustjóri á Íslandi. Hann starfaði síðan sem sölu- stjóri í Norður-Ameríku, svæðisstjóri í Mið-Evrópu með aðsetur í Frankfurt og síðan frá árinu 2006 sem svæðisstjóri á Norður- löndum. Frá árinu 2008, skömmu fyrir hrunið, hefur Birkir verið framkvæmdastjóri Icelandair. „Við höfum búið félagið vel undir miklar sveiflur, bæði ef kemur til þess að þurfa að draga saman seglin og einnig þegar við erum að vaxa, eins og hefur verið raunin síðustu árin. Breytingar sem við réðumst í fyrir hrun, með straumlínulögun á rekstrinum og aðhalds aðgerðum, skiptu miklu máli þegar hrunið varð og niðursveifla fyrst í kjöl- farið. Félagið varð fyrir vikið tilbúið til að vaxa hraðar þegar hlutirnir fóru að ganga vel.“ Dýpt og breidd Birkir segir að áherslan hjá Icelandair hafi verið á „dýpt og viðtal Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.