Kjarninn - 31.10.2013, Side 42
02/05 kjarninn tækni
íslenskra króna sé miðað við gengi þess tíma þegar kaup
beggja gengu í gegn.
Í dag eru snjallsímar til af öllum stærðum og gerðum og
framleiðendur þeirra keppast við að toppa hver annan með
misjafnlega merkilegum nýjungum sem þeir svo auglýsa sem
næsta tækniundur og lausn allra okkar vandamála sem við
eigum ekki að getað lifað án.
Ef litið er á flaggskip allra framleiðenda og þau stýrikerfi
sem keyra þessa síma kemur í ljós að þeir eru flestir nauða-
líkir. Innvols símanna er hætt að skipta jafn miklu máli og
það gerði í upphafi, allir hafa þeir tveggja, fjögurra eða átta
kjarna örgjörva keyrandi á mismunandi klukkuhröðum,
háskerpuskjái, góðar myndavélar og viðunandi rafhlöðu-
endingu. Í öllum þessum látum að koma snjallsímanum á
þann stað sem einkatölvan var á tæknilega fyrir fáeinum
árum hefur ekkert gerst í rafhlöðum, sem er efni í aðra grein.
Munurinn fólginn í stýrikerfum
Munurinn á þessum flaggskipum er fólginn í því hvaða
stýrikerfi þeir hafa að bera og hvaða þjónustu þessi stýrikerfi
færa okkur. Öll hafa þau sína kosti og galla, mismunandi
nálganir og henta misjafnlega vel eftir því hvað á að fá út
úr tækinu. Samt sem áður eru þau nauðalík í flestum stærri
atriðum, þó að menn geti endalaust rökrætt um hin og þessi
atriði án þess að komast að niðurstöðu. Rétt eins og rifist var
um hvort Wham! eða Duran Duran væri betri.
En hvert er næsta tækniundrið og lausn allra vandamála
okkar? Varla er það að fletta í gegnum tölvupóstinn með
því að renna fingrum yfir skjáinn eða að snjallsíminn stöðvi
sjálfkrafa myndbandsspilun þegar hann skynjar að þú ert
ekki að horfa. Er beygt gler þannig að síminn falli betur að
hendi það sem allir eru að bíða eftir ?
Næsta skref segja margir að sé fólgið í klæðanlegri
tækni (e. wearable computing). En hvað er klæðanleg tækni?
Snjallúr, gleraugun frá Google og lífsstílsmælar margs konar
myndu allir falla undir slíka skilgreiningu.
Það að tæki geti verið hluti af notanda þess innan eða