Kjarninn - 14.11.2013, Side 15

Kjarninn - 14.11.2013, Side 15
Kodak á meðan nauðsynlegt var að framkalla allar ljósmyndir var Kodak með ótrúlega stöðu á alheimsmarkaðnum. Árið 1976 seldi fyrirtækið 89 prósent allra filma í Bandaríkj- unum. Slagorð Kodak, „Kodak moment“, náði meira að segja inn í almennt talmál sem heiti yfir eitthvað sem hefði átt að nást á mynd. Í lok tíunda áratugarins fór stafræna myndavélin að ryðja sér til rúms. Kodak hafði reyndar sjálft fundið upp grunn- tæknina sem hún notaðist við en ákvað að veðja ekki á þann hest, enda hafði fyrirtækið vel upp úr ljósmyndageiranum eins og hann var. Öllum er þó ljóst í dag að þetta var af- leikur hjá Kodak og mjög hratt fjaraði undan rekstrinum. Snemma á síðasta áratug var reynt að grípa til stórtækra breytinga á viðskipta- módelinu og fókusinn settur á stafræna tækni og sérstaklega stafræna prentun. Á svipuð- um tíma fóru myndavélar að færast meir og meir inn í farsíma og samhliða minnk- aði markaður inn fyrir sérstakar stafrænar myndavélar, sem Kodak ætlaði að sækja inn á, gríðarlega á mjög skömmum tíma. Þessi viðsnúningur virkaði því alls ekki og í janúar 2012 fór Kodak í greiðslu stöðvun. Í september síðastliðnum var henni aflétt og fyrirtækið er því enn starfandi. Það einbeitir sér helst að stafrænni prentun í dag en um- svifin eru einungis brotabrot af því sem þau voru þegar best lét. 03/07 kjarninn ViðSKipTi

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.