Kjarninn - 14.11.2013, Side 5

Kjarninn - 14.11.2013, Side 5
E itt af því sem hefur skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag á árunum eftir hrun fjármálakerfis- ins, fyrir rúmum fimm árum, er makrílveiðar. Makríllinn kom inn í lögsöguna í miklu magni á skömmum tíma. Eflaust hefur hann étið mikinn lífmassa frá öðrum tegundum og haft þannig neikvæð áhrif á fæðumöguleika þeirra. En á móti kemur að verðmæta- aukningin af makrílveiðunum hefur verið gríðarleg fyrir íslenskan sjávarútveg. Stjórnvöld, sem fara með stjórn íslenskrar lögsögu í umboði almennings samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hafa til þessa ekki haft makrílveiðarnar inni í kvótakerfi. Stærstu útgerðarfyrirtæki landsins hafa notið góðs af makrílnum. Það sést á rekstrartölum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam um 80 milljörðum króna hjá sjávarútveginum árið 2011 og hækkaði um 26 pró- sent frá árinu á undan samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það eru síðustu birtu heildartölur fyrir atvinnugreinina í heild. Þetta eru bestu afkomutölur sem sjávarútvegurinn hefur nokkru sinni sýnt. Heildartölur fyrir árið 2012 liggja ekki fyrir enn samanteknar en allt bendir til þess að af- koman í fyrra hafi verið svipuð eða betri en árið á undan. Svipað er uppi á teningnum á þessu ári þótt vissulega sé afkoman nokkuð breytileg eftir útgerðarflokkum. Rekstur sjávarútvegs fyrirtækja hefur á heildina litið aldrei gengið betur en á síðustu árum, sé horft til fyrrnefnds mælikvarða. Makrílveiðarnar eiga stóran hlut í þessari afkomu. Það sést á uppgjörum stærstu útgerðarfyrirtækjanna sem hafa stundað veiðar og vinnslu á makríl, þar á meðal Samherja, HB Granda, Síldarvinnslunnar og Ísfélags Vestamannaeyja. Uppgjör Síldarvinnslunnar gefur glögga mynd af því hversu arðbærar makrílveiðarnar hafa verið. Hagnaður í fyrra nam sjö milljörðum, heildartekjur voru 24 milljarðar og EBITDA- framlegðin nam 9,6 milljörðum. Hagnaður Samherja í fyrra var síðan langsamlega mesti hagnaður sem íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki hefur sýnt, um 16 milljarðar. Óhætt er að segja að þessar rekstrartölur séu með miklum ólíkindum í sögulegum samanburði. Að hluta eru þær til- komnar vegna þess að útgerðarfyrirtækin hafa ekki greitt neitt fyrir makrílkvóta heldur fengið að veiða á grundvelli veiðireynslu sem var lítil sem engin þegar veiðarnar hófust. Síðan hafa veiðarnar aukist hratt og tekjurnar með af sölu á erlenda markaði. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins stendur nú frammi fyrir risaákvörðun. Sigurður Ingi Jóhanns son sjávarútvegsráðherra segir að makrílkvótinn verði settur varanlega inn í kvótakerfi á næsta ári og mið verði tekið af aflareynslu skipa. Þetta er sakleysisleg fyrir- ætlan en hefur mikið vægi. Þá liggur líka fyrir að alþjóða- deilan sem Ísland á aðild að er snýr að makrílveiðum er enn óleyst. Vonandi bera Sigurður Ingi og ríkisstjórnin gæfu til þess að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að bæta hag ríkissjóðs, sem er í afar viðkvæmri stöðu vegna mikilla skulda. Markaðsvirði núverandi makrílkvóta, sé miðað við þorskígildis stuðul makrílkvótans í ár (0,36), heildarkvóta í tonnum (123 þúsund tonn) og meðalverð kvóta á þorsk- ígildum (um 2.200 kr. á kíló í síðustu viðskiptum), gæti því verið tæplega 100 milljarðar króna miðað við þessar forsendur. Þetta eru gríðarleg peningaleg verðmæti sem Sigurður Ingi og ríkisstjórnin eru með í höndunum í umboði almennings. Vonandi hvarflar ekki að neinum að gefa þessi verðmæti. Það væri algjört glapræði í ljósi slæmrar stöðu ríkissjóðs og augljós spilling að auki, á kostnað almennings. Ýmsar útfærslur eru mögulegar fyrir sjávarútvegs- ráðherrann; leigja hluta kvótans, selja hluta kvótans einfald- lega á uppboði til hæstbjóðanda og svo framvegis. Ríkisstjórnin þarf að hugsa um almannahag og hafa hann að leiðarljósi. Ef útgerðarmenn fara að beita hræðsluáróðri verða stjórnvöld að vera með upplýsingar um rekstrartölur fyrirtækjanna við hendina. Með þeim er hægt að þagga niður í grátkórnum sem stundum fer af stað þegar hagsmunir útgerðarfyrirtækja eru annars vegar. En ef útgerðarmenn ætla að vera samkvæmir sjálfum sér þegar kemur að mak- rílkvótanum munu þeir fagna því að stjórnvöld líti á makríl- kvótann sem verðmæta eign. Þeir verða að sætta sig við það að stjórnvöld eru ekki í neinni aðstöðu til þess að gefa frá sér tugmilljarða verðmæti eða selja fyrir slikk. Mikilvægt er að almannahagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og stjórnvöld sýni í verki að þau vilji lækka skuldir ríkissjóðs og verja velferðarkerfið fyrir frekari skakkaföllum með því að fá í kassann peninga frá útgerðarfyrirtækjum vegna makrílveiða í íslenskri lögsögu. Með almannahag að leiðarljósi leiðari Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is 02/02 kjarninn LEiðARi Deildu með umheiminum „Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins stendur nú frammi fyrir risaákvörðun. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra segir að makríl kvótinn verði settur varanlega inn í kvótakerfi á næsta ári og mið verði tekið af afla- reynslu skipa.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.