Kjarninn - 14.11.2013, Síða 79
Mesta sjávareldgos
á sögulegum tíma
Í
GÆRMORGUN kl. 7.15 komu skipverjar á Ísleifi frá
Vestmannaeyjum auga á neðansjávargos 3 sjómílur
vestur frá Geirfuglaskeri. Hélzt gosið í allan gærdag
og þar til síðast fréttist. Gýs þarna á 65 faðma dýpi á
Hraununum og stendur gosmökkurinn 20 þús. fet upp
í loftið eða 6 km., samkv. mælingum sem gerðar voru í gær af
veðurstofunni, með radar á Keflavík og úr flugvélum. Þarna
hefur myndazt allt að 800 m. löng sprunga á hafsbotni og
þeytir hún upp hrauni á tveim stöðum, en það er svo laust í
sér að það er orðið að mestu að gjalli og ösku uppi í strókun-
um, en þó nokkuð stórar bombur í því.“ Svona hefst baksíðu-
frétt Morgunblaðsins 15. nóvember 1963. Hér er um að ræða
Surtseyjarelda sem hófust fyrir 50 árum og stóðu í nærri þrjú
og hálft ár.
Á myndinni, sem Ari Kárason tók árið 28. maí 1965, má
sjá þá Árna Gunnarsson fréttamann og Marinó Sigþórsson
tæknimann fylgjast með gosi í Syrtlingi. Þar myndaðist ein
þriggja eyja en hún hvarf fljótt í briminu eftir að þar hætti að
gjósa.
Skipsverjar á Ísleifi könnuðu hitastig sjávar þennan
nóvember morgun, tæpum kílómetra frá eldstöðinni, og
reyndist sjórinn vera nálægt 10 gráðum. Til samanburðar
reyndist meðalsjávarhiti í Reykjavík í nóvember árin 1961-
1980 vera 4,4 gráður, samkvæmt samantekt Trausta Jóns-
sonar veðurfræðings frá 2003.
Snemma næsta dag sást að lítil eyja hafði myndast í
umbrotunum. Eldsumbrot hafa hins vegar að öllum líkindum
hafist mun fyrr en nokkur manneskja varð vör við. Íbúum
Víkur í Mýrdal fannst til dæmis undarlegt að finna brenni-
steinslykt í suðvestanátt 12. nóvember þetta ár, en þar er fólk
vanara að finna brennisteinsfýlu ofan af jöklum. Þá varð
engra jarðhræringa vart í tengslum við gosið þó að eld-
stöðvarnar séu aðeins 20 kílómetrum frá Heimaey.
Flatarmál Surtseyjar hefur á þessum tæpu 50 árum sem
liðin eru frá lokum gossins minnkað um nærri helming
vegna ágangs sjávar. Á vef Surtseyjarfélagsins má til dæmis
lesa um hvernig sjórinn hefur brotið niður allt að 650 metra
breiða ræmu af suðvestanverðri eynni og myndað hátt í 75
metra háa þverhnípta sjávarhamra. Mótun náttúrunnar í
Surtsey er hins vegar aðeins fyrir vísindamenn að sjá því
þar er landgöngubann sem aðeins má brjóta með sérstakri
heimild Umhverfisstofnunnar. Eyjan var friðlýst strax árið
1965 og komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008.
Vísindamenn hafa fylgst grannt með þróun Surtseyjar.
Eyjan er þegar orðin ómetanleg heimild um þróun gróður-
fars á nýju landi og landnám dýralífs. Þá er Surtsey ein fárra
heimilda um stór neðansjávareldsumbrot og myndun lands í
heiminum vegna þess hversu vel skrásett síðastliðin fimmtíu
ár í sögu Surtseyjar eru. bþh
einu Sinni Var...
02/01
ljósmyndasafn Reykjavíkur
Myndir Ljósmyndasafns
Reykjavíkur má skoða á vef
safnsins og hægt er að kaupa
myndir úr safninu á
ljosmyndasafnreykjavikur.is
Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ari Kárason
Snúðu skjánum til
að sjá myndina á
heilum skjá
Þetta efni er
aðeins aðgengilegt
í iPad-útgáfu
Kja nans