Kjarninn - 14.11.2013, Síða 53

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 53
04/09 kjarninn ViðTAL Ólafur segist fyrst og fremst svekktur með kollega sína í lyfjafræðigeiranum sem hann telur að hafi tekið þátt í þeim brotum sem apótekið hans varð fyrir. „Ég er afskaplega svekktur með lyfjafræðingana sem störfuðu innan þessarar einingar, að þeir skyldu taka þátt í þessu. Ég trúi ekki öðru en að þeim hafi verið fullljóst hver staðan var. Í mínum huga setur þetta dálítið svartan blett á störf þeirra.“ Hann og meðeigendur hans höfðuðu einkamál á hendur Karli Wernerssyni, aðaleiganda og forstjóra keðjunnar, eftir niðurstöður Hæstaréttar, enda telja þau sig hafa orðið fyrir töluverðu tjóni. Að fæRAst úR sAMkeppNisMARkAði Í Að veRA hluti Af heilbRigðisþjóNustu „Þessi lyfjaverslunarmarkaður er að fara lengra frá því að vera samkeppnismarkaður og nær því að verða hluti af heilbrigðisþjónustunni. Árið 1996 var tekin sú ákvörðun með lögum að þetta ætti að vera samkeppnismarkaður. Það ætti að þýða að það væri ekki sama verð á lyfjum til dæmis í Reykjavík og á landsbyggðinni. Stærri markaður þýddi einfaldlega lægra verð. Það hefur ekki gerst að öllu leyti. Hluti af skýringunni er verðstýring hins opinbera. Og hún er óvenjumikil núna eftir síðustu breytinguna. Það er tilhneiging til að færa kerfið í átt að því sem er í Danmörku, þar sem lyfjasala er hluti af heilbrigðis kerfinu. Þar er þeim sem reka hana tryggð ákveðin framlegð en ekkert umfram það. Það er hins vegar heilbrigðispólitísk ákvörðun að taka þetta skref.“ (Uõ°DUPDUND°VD°VW¦°XU Í dag er Apótek Vesturlands eina lyfjaverslunin á Akranesi. Lyf og heilsa er hætt rekstri þar. Eigendur þess hafa líka fært út kvíarnar og opnuðu nýtt apótek, Reykjavíkur Apótek, í Héðinshúsinu árið 2009. Ólafur segir aðstæður á þessum markaði þó enn vera afar erfiðar. Tvær stærstu lyfja- keðjurnar, Lyf og heilsa og Lyfja, séu ákaflega fyrirferðar- miklar. Það geri málið enn sérstakara að stærri keðjan, Lyfja, sé að stærstum hluta í óbeinni eigu þrotabús Glitnis og hafi verið það síðan í árslok 2011. Hin keðjan er síðan undir í málaferlum sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn bræðr- unum Karli og Steingrími Wernerssyni og félaginu Aurláka, sem er móðurfélag Lyfja og heilsu. Ólafur segir þetta óneitanlega dálítið sérstaka stöðu. „Það eru mjög mikil umsvif hjá báðum þessum aðilum. Það sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.