Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 29

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 29
04/07 kjarninn ALÞJÓðAViðSKipTi s amkvæmt leynilegri skýrslu sem unnin var af fyrr- verandi starfsmanni Fjármálaeftirlitsins í Lúxem- borg fyrir hagsmunaaðila sem tengjast kröfu- höfum gamla Kaupþings átti þáverandi ráðherra ríkisfjármála (e. Minister of Treasury) Lúxem- borgar, Luc Frieden, fundi með fjárfestingaráði Líbíustjórnar, LIA (Libyan Investment Authority) þar sem meðal annars var rætt um möguleikann á því að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Viðræðurnar mátti rekja til samskipta á efstu stigum í stjórnsýslu Lúxemborgar og Belgíu í lok árs 2008 og hjá stórum kröfuhöfum Kaupþings í Lúxemborg, þar á meðal Fortis-bankans. Þá voru bandarísk stjórnvöld innvikluð í viðræðurnar og hvöttu þau til þess að fjárfestingarsjóður frá Líbíu fengi að fjárfesta í Kaupþingi í Lúxemborg. Þetta kemur fram í skýrslu sem Kjarninn hefur undir höndum og birt er í heild sinni í dag, þar sem ítarlega er fjallað um leynilegar viðræður við fulltrúa Líbíustjórnar, á viðsjárverðum tímum skömmu fyrir og eftir hrun íslenska fjármálakerfisins og fall á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, í lok árs 2008. Mikil ólga var að byggjast upp í Líbíu á þessum tíma og andstaða almennings við stjórn Múammars Gaddafí fór vaxandi. Hann var sem kunnugt er drepinn 20. október 2011 eftir borgarastyrjöld, þá einangraður í gamla heimabæ sínum Sirte, eftir að stjórn hans var fallin. Stjórnvöld í Lúxem- borg og Belgíu vildu styrkja fjárhag fjármálakerfa sinna og sóttust eftir fjárfestingum frá Líbíu. Fullyrt er í skýrslunni að Frieden hafi lagt sig fram um að ná til fjárfesta í ríkjum þar sem sjaríalög eru við lýði, þar á meðal í ýmsum arabaríkjum. Viðsjárverðir tímar Þrengingarnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum allt árið 2008 og fram að hröðu falli á mörkuðum eftir fall fjárfestingar- bankans Lehman Brothers hinn 15. september leiddu til þess að stjórnvöld ríkja voru með alla anga úti til að útvega fjár- magn til þess að verja fjármálakerfi sín. Í Lúxemborg, þar sem allir föllnu íslensku bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Lands- bankinn, höfðu verið með umfangsmikla starfsemi var mikið í alþjóðaViðSKipti Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.