Kjarninn - 14.11.2013, Side 16

Kjarninn - 14.11.2013, Side 16
saab saab AB, sem stendur fyrir Svenska Aero-plan AB (eða sænska flugvélafyrirtækið á íslensku) var stofnað árið 1937. Tilgangur- inn var upphaflega að búa til flugvélar fyrir sænska flugherinn í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Árið 1945 byrjaði Saab síðan að hanna og framleiða bíla. Árið 1969 sam- einaðist fyrirtækið Scania undir eignarhaldi Wallenberg-fjölskyldunnar, sem er ein af helstu stoðum sænska efnahagskerfisins. Á áttunda og níunda áratugnum var hinn goðsagnakenndi Saab 900-bíll framleiddur í næstum milljón eintökum. Hann varð lang- mest selda tegund sem fyrirtækið hefur fram- leitt. Árið 1989 keypti bandaríski bílarisinn General Motors sig inn í Saab-fyrirtækið og eignaðist það að fullu árið 2000. Síðan þá hefur molnað undan rekstrinum. Í desember 2008 var tilkynnt að framtíð Saab-vörumerkisins hefði verið tekin til endurskoðunar. Annað- hvort yrði bíla framleiðandinn seldur eða starf- semi hans lögð niður. Þrátt fyrir áhuga hjá næstum 30 mögulegum kaupendum endaði Saab í greiðslustöðvun. Á endanum fannst nýr kaupandi en það skilaði litlu. Í desember 2011 sótti Saab um að vera tekið til gjaldþrota- skipta eftir þriggja ára baráttu við að halda lífi. Samkvæmt sænskum gjaldþrotalögum er hins vegar hægt að kaupa fyrirtæki úr gjaldþroti. Saab endaði í höndunum á NEVS-hópnum og fyrsta Saab-bifreiðin sem framleidd var af honum rúllaði af framleiðslulínunni í septem ber síðastliðnum. Ljóst er þó að framtíð Saab er enn í miklu uppnámi og reksturinn einungis skugginn af því sem hann var áður. 04/07 kjarninn ViðSKipTi

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.