Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 30

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 30
05/07 kjarninn ALÞJÓðAViðSKipTi húfi, enda ríkið þekkt fyrir að byggja efnahag sinn á alþjóð- legri fjármálastarfsemi þar sem mikil og rík bankaleynd er eitt það atriði sem laðar fjárfesta til landsins. Það sama átti við um Belgíu, þar sem bankakerfið hafði stækkað hratt á skömmum tíma, ekki síst Fortis-bankinn, sem er með kjarna- starfsemi sína í Belgíu og Hollandi. Kaupþing til umræðu Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að Luc Frieden hafi sjálfur átt fundi með LIA, meðal annars snemma í desember 2008. Fundurinn fór fram í Brussel. Nokkru síðar, 18. febrúar 2009, fundaði Frieden aftur með fulltrúm Líbíu en sá fundur fór fram í Vín. Að því er fram kemur í skýrslunni fundaði Frieden með Ibrahim Zlitni, forstjóra LAFICO, alþjóðlegs fjár- festingarfélags Líbíu sem var einn af sjóðunum sem heyrðu á þessum tíma undir LIA. Meginuppspretta peningaauðs félaga sem tengdust stjórnvöldum í Líbíu á þessum tíma var olíu- auðlindir landsins. Í skýrslunni er tekið fram að fyrri fundurinn hafi staðið yfir í 20 mínútur en sá síðari í eina og hálfa klukkustund. Al- mennt var rætt um möguleikann á því að peningar frá Líbíu skiluðu sér til Lúxemborgar til þess að styrkja grunn fjár- málakerfisins. Í skýrslunni, sem var unnin á árunum 2009 og 2010, kemur fram að sá möguleiki að fá LIA til þess að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg hafi komið til umræðu á fundi með LAFICO og þá að frumkvæði Líbíumanna. fjárfest í fortis Að því er fram kemur í skýrslunni átti áhugi Líbíumanna á því að fjárfesta í Kaupþingi rætur að rekja til viðskipta nokkrum mánuðum fyrr. Þá keypti LAFICO hlut í Fortis-bankanum með 21 prósents afslætti miðað við opinbert markaðs verð. Þau við- skipti voru tilkomin eftir samtöl Lafico við háttsetta embætis- menn og ráðherra í Belgíu, þar á meðal þáverandi fjármála- ráðherrann, Didier Reynders. Í skýrslunni er hann sagður hafa sannfært Líbíumennina um að selja ekki hluti í Fortis-bankan- um fyrir slikk þegar halla tók undan fæti. „Nokkru síðar, 18. febrúar 2009, fundaði Frieden aftur með full- trúum Líbíu en sá fundur fór fram í Vín. Að því er fram kemur í skýrslunni fundaði Frieden með Ibrahim Zlitni, forstjóra LAFICO.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.