Kjarninn - 14.11.2013, Side 30

Kjarninn - 14.11.2013, Side 30
05/07 kjarninn ALÞJÓðAViðSKipTi húfi, enda ríkið þekkt fyrir að byggja efnahag sinn á alþjóð- legri fjármálastarfsemi þar sem mikil og rík bankaleynd er eitt það atriði sem laðar fjárfesta til landsins. Það sama átti við um Belgíu, þar sem bankakerfið hafði stækkað hratt á skömmum tíma, ekki síst Fortis-bankinn, sem er með kjarna- starfsemi sína í Belgíu og Hollandi. Kaupþing til umræðu Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að Luc Frieden hafi sjálfur átt fundi með LIA, meðal annars snemma í desember 2008. Fundurinn fór fram í Brussel. Nokkru síðar, 18. febrúar 2009, fundaði Frieden aftur með fulltrúm Líbíu en sá fundur fór fram í Vín. Að því er fram kemur í skýrslunni fundaði Frieden með Ibrahim Zlitni, forstjóra LAFICO, alþjóðlegs fjár- festingarfélags Líbíu sem var einn af sjóðunum sem heyrðu á þessum tíma undir LIA. Meginuppspretta peningaauðs félaga sem tengdust stjórnvöldum í Líbíu á þessum tíma var olíu- auðlindir landsins. Í skýrslunni er tekið fram að fyrri fundurinn hafi staðið yfir í 20 mínútur en sá síðari í eina og hálfa klukkustund. Al- mennt var rætt um möguleikann á því að peningar frá Líbíu skiluðu sér til Lúxemborgar til þess að styrkja grunn fjár- málakerfisins. Í skýrslunni, sem var unnin á árunum 2009 og 2010, kemur fram að sá möguleiki að fá LIA til þess að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg hafi komið til umræðu á fundi með LAFICO og þá að frumkvæði Líbíumanna. fjárfest í fortis Að því er fram kemur í skýrslunni átti áhugi Líbíumanna á því að fjárfesta í Kaupþingi rætur að rekja til viðskipta nokkrum mánuðum fyrr. Þá keypti LAFICO hlut í Fortis-bankanum með 21 prósents afslætti miðað við opinbert markaðs verð. Þau við- skipti voru tilkomin eftir samtöl Lafico við háttsetta embætis- menn og ráðherra í Belgíu, þar á meðal þáverandi fjármála- ráðherrann, Didier Reynders. Í skýrslunni er hann sagður hafa sannfært Líbíumennina um að selja ekki hluti í Fortis-bankan- um fyrir slikk þegar halla tók undan fæti. „Nokkru síðar, 18. febrúar 2009, fundaði Frieden aftur með full- trúum Líbíu en sá fundur fór fram í Vín. Að því er fram kemur í skýrslunni fundaði Frieden með Ibrahim Zlitni, forstjóra LAFICO.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.