Kjarninn - 14.11.2013, Side 17

Kjarninn - 14.11.2013, Side 17
HMV (His Master´s Voice) flestir Íslendingar sem heimsótt hafa Bret-land undanfarna áratugi þekkja HMV- verslanakeðjuna. Á gullaldartímum smásölu á geisladiskum og DVD-diskum voru stór- verslanir keðjunnar áberandi í öllum stórum borgum þar í landi og möluðu gull. Fyrsta HMV-búðin (HMV stendur fyrir His Master´s Voice) var opnuð á Oxford-stræti árið 1921. Þegar keðjan opnaði nýja flagskipsverslun við sömu götu árið 1986 var sú stærsta plötu- verslun veraldar. Vegur HMV óx jafnt og þétt og árið 2002 var samsteypan sett á hlutabréfamarkað. Á þeim tíma voru verslanir HMV úti um allan heim. Skömmu síðar fór þó að halla undan fæti. Eftir erfiða sölu fyrir jólin 2005 reyndi fyrirtæki sem kallast Permida að kaupa HMV fyrir 762 milljónir punda. Tilboðinu var hafnað, þar sem það þótti alls ekki endurspegla virði keðjunnar. Líklega sjá þáverandi hluthafar mjög eftir þeirri ákvörðun. Með upplýsingabyltingunni og tilkomu stafrænna tónlistar- og afþreyingarefnis veitna hefur rekstrarhæfni HMV dregist saman ár frá ári. HMV reyndi að halda í við tímana og í september 2008 kynnti keðjan til leiks samfélagsmiðla síðuna Get Closer, sem átti að gera notendum kleift að hlaða upp sinni eigin tónlist. Hugmyndin var að fara í samkeppni við síður á borð við Napster og auðvitað iTunes Store. Get Closer gekk afleitlega, notendur höfnuðu lausninni og henni var lokað í septem- ber 2009. Í janúar 2013, eftir enn eina afleita jóla vertíð, fór HMV Group í greiðslu stöðvun. Fjárfestingarfélagið Hilco keypti leifarnar í júní síðastliðnum á um 50 milljónir punda. Í dag rekur HMV um 133 verslanir víðs vegar um Bretland. Alls óljóst er þó hvort viðskiptamódel keðjunnar á sér framtíð. 05/07 kjarninn ViðSKipTi

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.