Kjarninn - 14.11.2013, Side 63
14/17 kjarninn TRÚMÁL
í Bandaríkjunum um að þau væru vissulega trúarbrögð en ég
vil meina að annað hangi á spýtunni en velferð meðlima eða
trúin sjálf. Ég tel að aðalatriðið sé skattfríðindin sem trúfélög
fá að njóta og er svo sannarlega mikið í húfi fyrir Vísinda-
kirkjuna enda á hún gríðarlegt magn af fasteignum úti um
allan heim og gjöld meðlima eru þar með sömuleiðis talin
skattfrjáls og renna beint inn í kirkjunna. Ef það væri ekki
fyrir þessi fríðindi væri Vísindakirkjan einfaldlega sjálfs-
hjálparsamkoma og ef hún hefði tapað þessari baráttu fyrir
skattayfirvöldum hefði hún líklega liðið undir lok.
oRðskýRiNgAR
AuditoR Sá sem stillir E-mæli (e. E-meter, sjá
neðar), sem er svipaður og lygamælir, og spyr
viðkomandi spjörunum úr til að hreinsa gömul
tilfinningasár. Við þetta „hreinsast“ fólk.
CleAR Að hreinsast, fyrsta stigið til að taka á móti
lærdómi Vísindakirkjunnar. Héðan í frá liggur
leiðin að því að verða OT.
e-MeteR Svipað og lygamælir – á að meta líðan
fólks á meðan endurskoðandinn fer yfir spurn-
ingar. Hubbard sagði að þetta apparat væri svo
næmt að það heyrði grænmeti öskra meðan
verið væri að skera það. Sjá mynd.
ot „Operating Thetan“ eða starfandi þetan –
andlegt æðsta stig Vísindakirkjunnar. Engu að
síður er svo stig af OT frá því að vera OT i–OT
Viii. Þegar manneskja er OT er hún fullkomlega
meðvituð og er „vitandi og viljandi með stjórn á
lífi sínu, hugsunum, efni, orku, tíma og rúmi“.
Skv. Hubbard átti OT-manneskja ekki einu sinni
að geta fengið flensu, haft lélega sjón, fengið
frunsu eða handleggsbrotnað. Ef slíkir hlutir
komu fyrir var fólki refsað fyrir slíkt og sent í
RFp.
Miscavige sökudólgurinn
En hvað er þá svona hræðilegt við þessa kirkju? Hvert
er vandamálið ef fólk vill tilbiðja Jesú, Búdda, Óðin, for-
feður sína eða skrifborðið sitt? Það sem er gagnrýnivert við
Vísinda kirkjuna má að miklu leyti rekja til David Miscavige,
sem tók við sem æðsti maður skömmu eftir að L. Ron