Kjarninn - 14.11.2013, Side 29

Kjarninn - 14.11.2013, Side 29
04/07 kjarninn ALÞJÓðAViðSKipTi s amkvæmt leynilegri skýrslu sem unnin var af fyrr- verandi starfsmanni Fjármálaeftirlitsins í Lúxem- borg fyrir hagsmunaaðila sem tengjast kröfu- höfum gamla Kaupþings átti þáverandi ráðherra ríkisfjármála (e. Minister of Treasury) Lúxem- borgar, Luc Frieden, fundi með fjárfestingaráði Líbíustjórnar, LIA (Libyan Investment Authority) þar sem meðal annars var rætt um möguleikann á því að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Viðræðurnar mátti rekja til samskipta á efstu stigum í stjórnsýslu Lúxemborgar og Belgíu í lok árs 2008 og hjá stórum kröfuhöfum Kaupþings í Lúxemborg, þar á meðal Fortis-bankans. Þá voru bandarísk stjórnvöld innvikluð í viðræðurnar og hvöttu þau til þess að fjárfestingarsjóður frá Líbíu fengi að fjárfesta í Kaupþingi í Lúxemborg. Þetta kemur fram í skýrslu sem Kjarninn hefur undir höndum og birt er í heild sinni í dag, þar sem ítarlega er fjallað um leynilegar viðræður við fulltrúa Líbíustjórnar, á viðsjárverðum tímum skömmu fyrir og eftir hrun íslenska fjármálakerfisins og fall á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, í lok árs 2008. Mikil ólga var að byggjast upp í Líbíu á þessum tíma og andstaða almennings við stjórn Múammars Gaddafí fór vaxandi. Hann var sem kunnugt er drepinn 20. október 2011 eftir borgarastyrjöld, þá einangraður í gamla heimabæ sínum Sirte, eftir að stjórn hans var fallin. Stjórnvöld í Lúxem- borg og Belgíu vildu styrkja fjárhag fjármálakerfa sinna og sóttust eftir fjárfestingum frá Líbíu. Fullyrt er í skýrslunni að Frieden hafi lagt sig fram um að ná til fjárfesta í ríkjum þar sem sjaríalög eru við lýði, þar á meðal í ýmsum arabaríkjum. Viðsjárverðir tímar Þrengingarnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum allt árið 2008 og fram að hröðu falli á mörkuðum eftir fall fjárfestingar- bankans Lehman Brothers hinn 15. september leiddu til þess að stjórnvöld ríkja voru með alla anga úti til að útvega fjár- magn til þess að verja fjármálakerfi sín. Í Lúxemborg, þar sem allir föllnu íslensku bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Lands- bankinn, höfðu verið með umfangsmikla starfsemi var mikið í alþjóðaViðSKipti Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.