Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 79

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 79
Mesta sjávareldgos á sögulegum tíma Í GÆRMORGUN kl. 7.15 komu skipverjar á Ísleifi frá Vestmannaeyjum auga á neðansjávargos 3 sjómílur vestur frá Geirfuglaskeri. Hélzt gosið í allan gærdag og þar til síðast fréttist. Gýs þarna á 65 faðma dýpi á Hraununum og stendur gosmökkurinn 20 þús. fet upp í loftið eða 6 km., samkv. mælingum sem gerðar voru í gær af veðurstofunni, með radar á Keflavík og úr flugvélum. Þarna hefur myndazt allt að 800 m. löng sprunga á hafsbotni og þeytir hún upp hrauni á tveim stöðum, en það er svo laust í sér að það er orðið að mestu að gjalli og ösku uppi í strókun- um, en þó nokkuð stórar bombur í því.“ Svona hefst baksíðu- frétt Morgunblaðsins 15. nóvember 1963. Hér er um að ræða Surtseyjarelda sem hófust fyrir 50 árum og stóðu í nærri þrjú og hálft ár. Á myndinni, sem Ari Kárason tók árið 28. maí 1965, má sjá þá Árna Gunnarsson fréttamann og Marinó Sigþórsson tæknimann fylgjast með gosi í Syrtlingi. Þar myndaðist ein þriggja eyja en hún hvarf fljótt í briminu eftir að þar hætti að gjósa. Skipsverjar á Ísleifi könnuðu hitastig sjávar þennan nóvember morgun, tæpum kílómetra frá eldstöðinni, og reyndist sjórinn vera nálægt 10 gráðum. Til samanburðar reyndist meðalsjávarhiti í Reykjavík í nóvember árin 1961- 1980 vera 4,4 gráður, samkvæmt samantekt Trausta Jóns- sonar veðurfræðings frá 2003. Snemma næsta dag sást að lítil eyja hafði myndast í umbrotunum. Eldsumbrot hafa hins vegar að öllum líkindum hafist mun fyrr en nokkur manneskja varð vör við. Íbúum Víkur í Mýrdal fannst til dæmis undarlegt að finna brenni- steinslykt í suðvestanátt 12. nóvember þetta ár, en þar er fólk vanara að finna brennisteinsfýlu ofan af jöklum. Þá varð engra jarðhræringa vart í tengslum við gosið þó að eld- stöðvarnar séu aðeins 20 kílómetrum frá Heimaey. Flatarmál Surtseyjar hefur á þessum tæpu 50 árum sem liðin eru frá lokum gossins minnkað um nærri helming vegna ágangs sjávar. Á vef Surtseyjarfélagsins má til dæmis lesa um hvernig sjórinn hefur brotið niður allt að 650 metra breiða ræmu af suðvestanverðri eynni og myndað hátt í 75 metra háa þverhnípta sjávarhamra. Mótun náttúrunnar í Surtsey er hins vegar aðeins fyrir vísindamenn að sjá því þar er landgöngubann sem aðeins má brjóta með sérstakri heimild Umhverfisstofnunnar. Eyjan var friðlýst strax árið 1965 og komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008. Vísindamenn hafa fylgst grannt með þróun Surtseyjar. Eyjan er þegar orðin ómetanleg heimild um þróun gróður- fars á nýju landi og landnám dýralífs. Þá er Surtsey ein fárra heimilda um stór neðansjávareldsumbrot og myndun lands í heiminum vegna þess hversu vel skrásett síðastliðin fimmtíu ár í sögu Surtseyjar eru. bþh einu Sinni Var... 02/01 ljósmyndasafn Reykjavíkur Myndir Ljósmyndasafns Reykjavíkur má skoða á vef safnsins og hægt er að kaupa myndir úr safninu á ljosmyndasafnreykjavikur.is Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ari Kárason Snúðu skjánum til að sjá myndina á heilum skjá Þetta efni er aðeins aðgengilegt í iPad-útgáfu Kja nans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.