Kjarninn - 13.02.2014, Side 4

Kjarninn - 13.02.2014, Side 4
01/04 lEiðari Þ að þarf mikið til þess að breyta gangi mála bak við tjöldin á Íslandi. Hrun fjármálakerfisins á þremur dögum – þar sem eigið hlutafé þriggja banka var að stóru leyti fjármagnað af þeim sjálfum – og neyðarlagasetning í kjölfarið hefur ekki breytt svo miklu þar um. Rúmlega fimm árum eftir að einstök neyðarlög í efnahagssögu heimsins voru sett og neyðarrétti beitt til að vernda almannahag er spennandi staða að teiknast upp. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins virðist ekki vilja að Íslandsbanki eða Arion banki fái erlenda eigendur. Ástæðan er þrýstingur úr baklandinu. Valda miklum flokksmönnum líst ekki á það. Þeir vilja hafa fjármála kerfið í íslenskri eigu og valdaþræðirnir innan fjármála kerfisins þurfa helst að vera í höndum traustra félaga, til dæmis flokksfélaga í forystu lífeyrissjóða í sam- starfi við aðra flokkstengda fjárfesta. Baráttan um krónurnar Framtíðarskipan í fjármálakerfi landsins er mikilvægasta verkefni samtímans lEiðari magnús halldórsson kjarninn 13. febrúar 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.