Kjarninn - 13.02.2014, Page 10

Kjarninn - 13.02.2014, Page 10
project puffin Slitastjórn Glitnis og fulltrúar kröfuhafa búsins áttu fund með Seðlabanka Íslands 18. nóvember 2013 þar sem kynntar voru tillögur til að uppfylla skilyrði laga um stöðugleika í gengis- og peningamálum þannig að þeim yrði ekki raskað með gerð nauðasamninga og sliti búsins. Fundurinn var óskuldbindandi og lauk án nokkurrar niðurstöðu. Síðan þá hefur slitastjórnin búið til hóp utan um verk- efnið, sem gengur undir nafninu „Project Puffin“. Um miðjan janúar síðastliðinn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokkhólm og Kaupmannahöfn til að kanna áhuga fjárfesta á því að kaupa hlut í Íslandsbanka ef bankinn yrði tvískráður. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norður- landa á borð við DnB, Nordea og SEB. Auk þess var fundað með fulltrúum kauphalla. Þrátt fyrir að fundirnir hafi fyrst og fremst verið með bönkum er ekki verið að stefna að því að þeir verði ein- hvers konar kjölfestufjárfestar sjálfir, heldur safni saman áhugasömum fjárfestum. Fundirnir staðfestu að Osló væri besti staðurinn til að skrá bankann, en áður hafði Stokk- hólmur líka verið skoðaður. Ástæður þessa voru fyrst og fremst þær að fjárfestar í Noregi eru taldir opnari fyrir Í eigu þrotabús Íslandsbanki er í 95 prósent eigu þrotabús Glitnis. Ef hann yrði skráður á erlendan markað myndi bankinn verða að mestu í eigu útlendinga áfram. 03/06 EFnahagsmál

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.