Kjarninn - 13.02.2014, Side 21

Kjarninn - 13.02.2014, Side 21
03/06 tOpp 5 4 pútín grætur fyrir þjóð sína Í Rússlandi má forsetinn bara sitja í átta ár í senn. Pútín þurfti því að fá vin sinn Dimitrí Medvedev til að halda hita á stólnum í eitt kjörtímabil á meðan hann gerði sig gjaldgengan á ný. Á meðan var Pútín forsætisráðherra og réð áfram öllu. Þegar hann tók aftur við forsetatigninni í mars 2012 hélt hann vitanlega sigurræðu á Rauða torginu í Moskvu. Það fyrsta sem vakti athygli var að húðin í andlitinu á forsetanum hafði strekkst töluvert og hann var mun sléttari en aldur hans sagði til um. Það sem vakti hins vegar mesta athygli var að forsetinn granítharði skældi með ekka á meðan á ræðunni stóð. Spunameistarar Kreml vildu þó ekki meina að karlmennið Pútín hefði bugast yfir þeirri ábyrgð sem kjósendur hans höfðu sett á herðar forsetans. Ástæða tár- anna, að þeirra sögn, var kaldir vindar. Smelltu til að horfa á myndband

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.