Kjarninn - 13.02.2014, Page 30

Kjarninn - 13.02.2014, Page 30
05/06 hEilBrigðismál Að mati Soffíu er meðganga staðgöngumóður rétt eins og hver önnur meðganga fyrir utan þann kostað sem for- eldrar þurfa að leggja út fyrir í upphafi. Sá kostnaður snýr að hormóna meðferð hjá staðgöngumóður og tæknifrjóvgun. Verðandi foreldrar greiða sömuleiðis allan kostnað sem fylgir meðgöngunni, eins og meðgöngufatnað, vítamín og annan tilfallandi kostnað. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem lögð var fram árið 2011 af þingmönnum úr öllum flokkum er lagt til að sérstök nefnd, skipuð fagfólki, skoði ítarlega aðstæður bæði parsins sem óskar eftir barninu sem og staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og veiti leyfi. Mögulegt væri að hugsa sér að verðandi foreldrar barnsins byrji strax sérstakt ættleiðingarferli að gefnu sérstöku forsamþykki. Viðtöl við staðgöngumóður og verðandi foreldra ættu þá að vera haldin reglulega í gegnum ferlið innan faghópsins til að koma í veg fyrir og leysa vandamál sem upp kunna að koma. Faghópur sem myndi annast eftirlit með staðgöngu- mæðrun ætti að mati Soffíu að vera samsettur af sál- fræðingum, félagsráðgjöfum og læknum sem sjá um kostnaðarsamt Staðgöngumeðganga er rétt eins og hver önnur meðganga utan þess að kostnaðar sem foreldrar þurfa að leggja út fyrir í upphafi. Mynd: AFP

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.