Kjarninn - 13.02.2014, Page 31

Kjarninn - 13.02.2014, Page 31
06/06 hEilBrigðismál glasafrjóvgun. „Ég sé þetta fyrir mér svipað og með eggja- gjafirnar; konur hafa samband við ArtMedica og segjast vilja gefa egg og þá fer þetta í ferli. Konur geta alveg eins haft samband og sagt að þær hafi áhuga á því að vera staðgöngu- mæður. Þegar konur gefa egg þurfa þær að fara í viðtal hjá félagsráðgjafa og líka í læknisskoðun; það yrði væntanlega það sama með staðgöngumæður. Faghópurinn myndi sinna meðferð eftir meðgöngu enda væri það hluti af ferlinu.“ Reynir Tómas Geirsson, fæðingarlæknir á Land- spítalanum og verndari Staðgöngu, tekur í sama streng og Soffía um mögulega samsetningu á faghópi í kringum staðgöngumæðrun. kostnaður við staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni Reynir Tómas segir að ljóst sé að staðgöngumæðrun verði dýr en telur ekki að kostnaðurinn verði mikil fyrirstaða. „Upphæðirnar eru ekki af því tagi að þetta sé ómögulegt fyrir flest fólk að greiða. Fólk sparar og leggur út fyrir þessu vegna þess að þetta skiptir það máli. Þetta er fólk sem er orðið þroskað, það er yfirleitt að vinna og er með tekjur og er ekki með kostnað af börnum. Fólk sem hefur farið út í þetta hefur þá valið að þetta sé það sem það ætlar að eyða sparifé sínu í,“ útskýrir Reynir Tómas. „Ég vil leggja áherslu á að mér finnst að samfélagið hafi efni á því að vera örlátt gagnvart þessu fólki, sýna af sér víð- sýni og skilning,“ segir Reynir Tómas og leggur áherslu á að samfélagið ætti að vera nógu þroskað til að koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði misnotuð. Í ljósi reynslunnar telur hann að eðlilegast væri að byrja með þröngan laga- ramma og víkka hann svo út með tímanum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.