Kjarninn - 13.02.2014, Side 35

Kjarninn - 13.02.2014, Side 35
04/06 úkraÍna tjáningar- og fundafrelsi almennings verulegar skorður, sem og fjölmiðlum. Meðal þess sem þau fólu í sér var nánast algjört bann við mótmælum og þá gáfu lögin stjórnvöldum heimild til að hefta netnotkun fólks. Fram að þessu höfðu mótmælin farið minnkandi, en mótmælendur tvíefldust við lagasetninguna. Hún hefur síðan verið að mestu dregin til baka eftir mikinn þrýsting, meðal annars frá Evrópusam- bandinu. Í millitíðinni voru nokkrir mótmælendur drepnir. Undir lok janúar bauð Janúkovitsj forseti stjórnarandstæðingum sæti í ríkisstjórn. Hann bauð Arsení Jatsenjúk, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins og fyrr- verandi utanríkisráðherra, forsætisráð- herrastólinn. Þá bauð hann Vítalí Klitsjkó embætti varaforsætisráðherra. Báðir neituðu þessu tilboði. Skömmu seinna tilkynnti Mykola Azarov forsætisráðherra afsögn sína og ríkisstjórnarinnar, í von um að það liðkaði fyrir samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Stjórnarandstæðingar standa hins vegar fastir á sínu. Þeir vilja að boðað verði til kosninga sem fyrst. Kröfurnar hafa nefnilega breyst á þessum þremur mánuðum, og mótmælin hafa breiðst út um allt landið, meira að segja til austurs. Mót- mælendur vilja að forsetinn segi af sér, þeir mótmæla spill- ingu og vilja breytingar á stjórnarskránni til að takmarka völd forsetans og auka völd þingsins. Undirliggjandi þáttur í þessu öllu saman er auðvitað mjög bágur efnahagur landsins. Svo er vert að minnast á að hluti mótmælendanna tilheyrir öfgahægrisamtökum. Ofan á allt þetta hafa stuðningsmenn forsetans bæst í hóp þeirra sem mæta á götur út. Þeir vilja sýna stuðning við forsetann í verki og sumir segjast bara þreyttir á ástandinu sem skapast hefur vegna mótmælanna. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að veita nýrri ríkisstjórn fjárhagsaðstoð ef hún ráðist í efnahagslegar og pólitískar umbætur í landinu. Bandaríkjamenn hafa tekið í sama streng, en Rússar vara við íhlutun annarra ríkja. janúkovitsj og Pútín heilsast Forsetar Úkraínu og Rúss- lands hittust skömmu áður en Janúkovitsj Úkraínuforseti ákvað að hætta við samkomu- lagið við Evrópusambandið. Hann viðurkenndi að rússnesk stjórnvöld hefðu beitt hann þrýstingi. Forsetarnir kynntu aukið samstarf ríkjanna nokkrum vikum síðar. Mynd: AFP

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.