Kjarninn - 13.02.2014, Page 36

Kjarninn - 13.02.2014, Page 36
05/06 úkraÍna horft til klitsjkó Sumir stjórnmálaskýrendur telja mögulegt að borgara- styrjöld brjótist út í ljósi alls þessa en það virðist þó enn vera fjarlægur möguleiki. Staðan í þessu klofna landi er engu að síður gríðarlega flókin og þar kemur Vítalí Klitsjkó aftur til sögunnar. Klitsjkó er heimsþekktur hnefaleikakappi og hefur lengi verið vinsæll í heimalandinu. Hann varð pólitískur ráð- gjafi Viktors Júsjenkó í forsetatíð hans og bauð sig tvisvar fram til borgarstjóra í Kíev en án árangurs. Árið 2012 komst hann á þing eftir að hafa stofnað eigin flokk, Lýðræðislega úkraínska umbótaflokkinn, Udar (e. Ukranian Democratic Alliance for Reform), en Udar þýðir högg á bæði úkraínsku og rússnesku. Flokkur hans hallast til vesturs og er fylgjandi samstarfi við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Klitsjkó hefur þótt sýna leiðtogatakta undanfarið. Hann hef- ur verið áberandi í mótmælahreyfingunni, haldið fjölda ræða og staðið við hlið annarra mótmælenda allan tímann. Hann hefur lagt áherslu á pólitíska lausn og hefur reynt að stöðva Í hringiðunni Vítalí Klitsjkó hefur vakið athygli fyrir að taka sér stöðu við hlið annarra mótmælenda frá upphafi. Hann hefur jafn- vel reynt að miðla málum og stöðva ofbeldi þegar allt hefur verið við það að sjóða upp úr. Mynd: AFP

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.