Kjarninn - 13.02.2014, Side 49

Kjarninn - 13.02.2014, Side 49
07/07 Viðtal Hörpu 2. mars og förum til Danmerkur og spilum á Frigg- tónlistarhátíðinni í Kaupmannahöfn í maí. En núna leggjum við allt kapp á að klára plötuna okkar. Það er forgangs- verkefni okkar númer eitt, tvö og þrjú.“ kolröng forgangsröðun Mikið hefur verið fjallað um velgengni íslenskrar tónlistar erlendis undanfarin misseri. Í þann mund sem blaðamaður spyr söngkonu Vakar um stöðu íslensku tónlistarsenunnar gengur Andri Már félagi hennar inn á kaffistofuna þar sem blaðaviðtalið hefur farið fram og svarar spurningunni fyrir sitt leyti. „Hún er bara á hraðri niðurleið. Það er verið að rífa niður alla skemmtiegustu tónleikastaðina og það er óumdeilt á meðal íslenskra tónlistarmanna. Ef manni er ekki boðið að spila í Hörpu er eiginlega bara um Harlem eða Gaukinn að ræða. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Andri. „Þessi hótelbóla sem nú er í gangi, og tónleikastaðir hafa þurft að víkja fyrir, á bara eftir að springa þegar ferðamönnum fer að fækka um leið og þeir verða skattlagðir meira. Þetta er fyrirséð og ég held að við ættum heldur að rækta það sem er að draga þá hingað frekar en að kæfa það.“ Margrét bætir við varðandi íslensku tónlistarsenuna: „Ég held að íslenska tónlistin sé bara einhvern veginn komin lengra en önnur tónlist, og þá er ég ekkert að telja okkur með. Hún er ferskari og frumlegri og er komin á eitthvert annað stig, eins og til að mynda Björk,“ segir Margrét. Þó að framtíðin virðist brosa við hljómsveitinni Vök er söngkona og helsti lagahöfundur sveitarinnar með fæturna kyrfilega á jörðinni þegar hún er spurð um væntingar sínar til framtíðarinnar. „Það sem að við viljum, og það sem mig hefur alltaf langað frá því að ég var lítil, er að ná að deila tón- listinni með heiminum. Ekki vera að leita að einhverri frægð eða frama og einhverju svoleiðis, heldur bara deila henni með heiminum, það er það sem maður hefur mest gaman af.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.