Kjarninn - 13.02.2014, Side 55
05/07 pistill
innréttaðar með barnadóti en vinsælast er þó að fara í
sundlauga garða og sóla sig á grasfleti.
Þá er alltaf sport að fara í dýragarð, bæði til að skoða
dýrin og læra um vistkerfið. Svo ekki sé nú minnst á
fjölskyldu hátíðir sem setja reglulega svip á hverfin, þá
blása trúðar risasápukúlur, tónlistarpedagógar skemmta og
bændalegir afar sjóða krakkate með ávaxtabragði.
Í stórmörkuðum er gríðarlegt magn af krakka tímaritum
sem taka mið af ólíkum áhugamálum barna. Margar bóka-
búðir hafa sérstaka barnadeild með æðisgengnu úrvali af
barnabókum, oft mikil fróðleiksrit fyrir börn (og fávísa
foreldra). Barnatímar í sjónvarpinu eru líka lúmskt fræð-
andi og fallegir. Í diskabúðum má svo finna gott úrval af
krakka tónlist, bæði klassísk verk og barnasöngva. Í borginni
eru líka barnaleikhús með verk fyrir börn á ólíkum aldurs-
skeiðum. Svona má lengi upp telja. Í Berlín heyrði ég í fyrsta
skipti menntaðan pedagóg tala um lýðræði barnanna!
nú segir einhver að …
… það sé fáránlegt að bera stórborg saman við Reykjavík.
Auðvitað er munur á umfangi og þar með framboði þessara
borga en ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að
barnamenning sé nokkuð sem borgarbúar þrói meðvitað.
Reyndar hefur Reykjavík upp á sitthvað að bjóða, eins og
til dæmis: Húsdýragarðinn, Nauthólsvík (sirka fimm daga á
ári), góðar sundlaugar, leikkjallarann í Laundromat, blöðru-
sala í Kolaportinu, furðu fjölbreytt úrval íslenskra barnabóka
í niðurgröfnum kjöllurum bókabúðanna (af hverju eru flestar
barnabækur geymdar í kjöllurum í bókmenntaborginni
Reykjavík?) og barnadeildina á Borgarbókasafninu, svo ég
nefni helstu viðkomustaði okkar mæðgina síðasta sumar.
En það þarf meira til …
… svo að Reykjavík geti kallað sig barnamenningarborg. Sumt
er vel heppnað, eins og Húsdýragarðurinn, en enginn nennir
að fara þangað öllum stundum, fyrir nú utan að þar mætti
ota einhverju heilnæmara að börnunum en pylsum, gosi og