Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 57

Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 57
07/07 pistill dag eftir dag … … heyrði ég sama orðið bergmála í hausnum þegar ég dröslaðist heim með kerruna. Það var orðið: glænepjulegt. Miðbærinn var glænepjulegur. Að mestu leyti túrista- miðaður og flest allt á uppsprengdu verði. Að vísu lifnaði yfir miðborginni á laugardögum þegar Laugavegurinn var opinn fyrir gangandi umferð, þá hætti fjölskyldufólk sér út úr húsi – en meira þarf ef duga skal. Kosturinn við ríkulega barnamenningu er að það sem er skemmtilegt fyrir barnið reynist oft líka skemmtilegt fyrir foreldrið. Og ef það er ekki pláss í sjálfum miðbænum fyrir foreldra og börn þurfa borgaryfirvöld að styðja við borgar- búa svo þeir geti skapað lífvænlega barnamenningu í nær- liggjandi hverfum – helst öllum hverfum. Slík uppbygging þarf ekki að vera dýr. Hugmyndaauðgi getur fleytt fólki langt, ef það er reiðubúið að bregða á leik. Á sjómannadaginn var til dæmis reistur leikvöllur úr litríku spýtnabraki og gömlum dekkjum fyrir aftan Sjóminjasafnið og hann fékk að vera áfram, krökkunum til ómældrar ánægju. Það eina sem barnaborg krefst er að fullorðna fólkið leyfi barnamenningu að þrífast. Inshallah! Ef borgarbúar leyfa ... Ég sigldi inn í svefninn … … með hugann við drenginn minn og öll börnin á Íslandi og líka litlu stúlkuna í hinu horninu. Ég hugsaði líka um börnin á barnaspítalanum og öll börnin í heiminum og fann að það var svo rétt sem einhver sagði: Það eina sem getur breytt heiminum til hins betra er bætt barnamenning og því ætti að kenna öllum börnum heimspeki. Kannski eru Þjóðverjar meðvitaðri um þetta en ýmsar aðrar þjóðir í ljósi sögu síðustu aldar. Og kannski voru það órar í mér að frjálslegur heimsóknar tíminn á spítalanum hefði eitthvað með barna- menninguna í Berlín að gera. Ef svo er afsaka ég mig með því að ég var byrjuð að fá eina af þessum barnaflensum sem ganga á barnaspítölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.