Kjarninn - 13.02.2014, Page 59

Kjarninn - 13.02.2014, Page 59
02/04 lÍFsstÍll heflaðan kvið og bísepp á stærð við Esjuna. Eins og skrúfað sé frá Danfoss-krana streyma niðurtætandi hugsanir um gráa efnið. „Af hverju lít ég ekki svona út?“ „Ég verð aldrei svona.“ „Ég er lúser beibí, aumingi með hor í nös, verð aldrei massaður í rusl og köttaður í drasl.“ Af skjánum öskra á þig myndir af horuðum snæðingum, nestisboxum stútfullum af hollustu, prótínsjeikauppskriftum á meðan þú lemur þig niður í hausnum fyrir óplanaða lúku af súkkulaðirúsínum á kaffistofunni. „Af hverju er þetta svona auðvelt fyrir aðra en erfitt fyrir mig?“ „Ég er aumingi með enga sjálfsstjórn og verð aldrei eins og Sigga og Grétar í Stjórninni. Ég verð aldrei hressi gæinn sem er fitt og flottur með kjúkling í annarri og prótínsjeik í hinni.“ sjálfseyðingarbálið logar glatt Þú skoðar Feisbúkksíður með úrslitum úr 12 vikna áskorunum með „fyrir“ og „eftir“ myndum af meðal-Jónum og Gunnum sem skyndilega eru helm- ingurinn af sjálfum sér. Þú sýpur hveljur: „Ég er búinn að brölta í nýjum lífsstíl í tvo mánuði og skitin fjögur kíló hafa hypjað sig af mínum rassi.“ Þú finnur til vanmáttar innan veggja ræktarinnar þar sem náunginn sportar nýjustu sumarlínunni frá Under Armour og Nike en þú sprangar um í apaskinnsgalla og stuttermabol úr Reykjavíkurmaraþoni frá banka sem hefur allavega skipt þrisvar um nafn síðan. Þú svekkir sjálfið í öreindir því þú ert ekki komin í brækur númer núll kortéri eftir barnsburð eins og stjörnurnar á bleiku síðunum. „Maginn á mér er ennþá mjúkur og húðslitinn eins og á sebrahesti.“ „Ég komst bara í ræktina þrisvar í þessari viku, ég á aldrei eftir að losna við meðgöngukílóin.“ Þegar þú horfir í spegil rata glyrnurnar fyrst á svæðin sem þú ert óánægður með. Lærin eru of þykk í gallabuxunum og kálfarnir breiðir í nýjustu stígvélatískunni. Rassinn of „Þú finnur til vanmáttar innan veggja ræktarinnar þar sem náunginn sportar nýjustu sumar línunni frá Under Armour og Nike en þú sprangar um í apaskinnsgalla og stutterma- bol úr Reykjavíkurmaraþoni frá banka sem hefur allavega skipt þrisvar um nafn síðan.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.