Kjarninn - 13.02.2014, Page 61

Kjarninn - 13.02.2014, Page 61
04/04 lÍFsstÍll sjáir á samfélagsmiðlunum. Myndir úr prófessjónal mynda- tökum í sínu allra besta formi, brúnkað, vatnslosað, svangt og þyrst. Form sem kostaði blóð, svita, fullt af tárum og mikla baráttu við haus og skrokk. Form sem líkamanum er ekki eðlislægt að halda nema í örfáa daga. Þú færð bara að sjá leikritið, en ekki það sem gerist bak við tjöldin. Þú færð ekki að sjá strögglið og baráttuna. Dagana sem það nennir ekki á æfingu. Dagana þegar það er með „feituna“ og „ljótuna“. Dagana sem það dettur í sukkið. Með kökk í hálsi yfir vökvasöfnun og þyngdaraukningu. Þú færð ekki að sjá ómáluð smetti og ógreitt hár. Húðslitin eru sminkuð, andlitið er sparslað, hárið er sprautulakkað og lýsingin er útpæld og hárnákvæm. Ekki bera þinn grámyglaða hversdagsveruleika við glimmerklæddan sýndarveruleika einhvers annars. Þú veist ekki hvaða óheilbrigðu aðferðir voru brúkaðar til að knýja fram fitutap á örbylgjuhraða á hinum gullnu 12 vikum. Ef það virkar of gott til að vera satt geturðu hengt þig í hæsta gálga að það er raunin. Þú ert alveg nóg Breytingar taka tíma. Þú munt ná þínum raunhæfu mark- miðum ef þú heldur áfram að gera þína góðu hluti með líkamann, sættir þig við að þetta er langhlaup, treystir ferlinu og trúir á sjálfan þig. Þú ert að byggja upp þinn besta líkama, ekki besta líkama jarðkúlunnar. Þinn besti líkami getur aldrei passað í pipar- kökuform útlitsbrenglaðra horrenglumiðla… né ætti hann nokkurn tíma að gera það. Sterkir rassvöðvar hjálpa þér að rífa upp réttstöðuna. Þeir komast ekki fyrir í örþunnum pönnukökurassi. Það þarf þykk læri til að beygja eins og skepna. Vannærð fyrirsætu læri skjálfa undir stönginni. Breiðar hendur slíta upp þyngdirnar í bekknum. Stórar axlir pressa meira. Þykkir kálfar spæna upp sprettina. Hvert einasta slit á skrokknum er minnisvarði um þá dásamlegu lífsreynslu að koma manneskju í heiminn. Þú ert alveg nóg eins og þú ert.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.